Lekavandamálið er úr sögunni

Tik Tok leysir margan okkar vanda, eins og þenna hér.
Tik Tok leysir margan okkar vanda, eins og þenna hér. mbl.is/TikTok_ramin2025

Hér erum við ekki að vitna í leka í mik­il­væg­um skjöl­um eða slíkt – því þetta er jú, mat­ar­vef­ur og þar snýst allt um mat og al­menna gleði. Hér um ræðir leka í flösk­um sem við ætl­um að töfra bak og burt.

Það er ekk­ert eins hvim­leitt eins og að setja flösku í tösk­una og kom­ast að því að hún lek­ur – og þar að leiðandi verður allt dótið okk­ar blautt og eða klístrað. En til þess að kom­ast hjá slík­um vanda, þá er TikT­ok alltaf með réttu svör­in. Bibl­í­an í hús­ráðum og öðrum mik­il­væg­um óþarfa sem við telj­um okk­ur þurfa að vita og kunna.

Til þess að kom­ast hjá því að task­an þín verði full af djús eða öðrum vökva, þá skaltu setja plast­poka með zip-lok­un, yfir stút­inn á flösk­unni eða brús­an­um og því næst kem­ur lokið á. Veltið síðan pok­an­um á hvolf og lokið. Þannig mun all­ur um­fram vökvi ef eitt­hvað sull­ast, fara beint í pok­ann án þess að klístr­ast í dótið þitt í tösk­unni. 

mbl.is/​TikT­ok_ramin2025
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert