Breytti gömlu hjólhýsi í geggjaðan bar

Hversu geggjað er að útbúa bar úr gömlu hjólhýsi og …
Hversu geggjað er að útbúa bar úr gömlu hjólhýsi og hafa í garðinum heima? Mbl.is/@signescat

Hér er á ferðinni hjól­hýsi að okk­ar skapi – þar sem gömlu hýsi hef­ur verið breytt í stór­kost­lega flott­an og lit­rík­an gin­b­ar.

Car­ina Troel­sen er bú­sett á göml­um sveita­bæ í Dan­mörku ásamt fjöl­skyldu sinni. Þau áttu gam­alt hjól­hýsi sem stóð ónotað út á plani og var við það að grotna niður. Í stað þess að farga hýs­inu ákvað Car­ina að breyta því í gin­b­ar, því hana hafði alltaf langað í bar af ein­hverju tagi. Hún sótti inn­blást­ur í breyt­ing­arn­ar á In­sta­gram og eyddi um 140 þúsund krón­um í verkið. Car­ina deildi ferl­inu á In­sta­gram síðunni sinni HÉR, og hef­ur í kjöl­farið fengið marg­ar fyr­ir­spurn­ir með að leigja hýsið út. En Car­ina seg­ir vagn­inn ekki vera til leigu, held­ur til einka­nota fyr­ir sig, vini og fjöl­skyldu.

Ótrúlega vel heppnað.
Ótrú­lega vel heppnað. Mbl.is/@​sig­nescat
Mbl.is/@​sig­nescat
Dælurnar á sínum stað.
Dæl­urn­ar á sín­um stað. Mbl.is/@​sig­nescat
Carina breytti hjólhýsinu fyrir lítinn pening.
Car­ina breytti hjól­hýs­inu fyr­ir lít­inn pen­ing. Mbl.is/@​sig­nescat
Hjólhýsið áður en því var breytt.
Hjól­hýsið áður en því var breytt. Mbl.is/@​sig­nescat
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert