Nýr eldhússtóll frá Montana

Eldhússtóllinn KEVI er framleiddur af litasnillingunum hjá Montana.
Eldhússtóllinn KEVI er framleiddur af litasnillingunum hjá Montana. Mbl.is/Montana

Mont­ana kynnti nú á dög­un­um gamla hönn­un af skrif­borðsstól sem þjón­ar nú til­gangi í nýrri út­gáfu við eld­hús­borðið – í átta nýj­um lit­um.

Stóll­inn kall­ast „KEVI“ og var hannaður árið 1958  af danska arki­tekt­in­um Jør­gen Rasmus­sen. Upp­haf­lega var stóll­inn fram­leidd­ur með hjól­um og hugsaður sem skrif­borðsstóll – en núna næst­um 60 árum síðar, þjón­ar stóll­in nýj­um til­gangi sem eld­hús­stóll á fót­um. KEVI er ekki bara tíma­laus og klass­ísk hönn­un, því stóll­inn finnst í ein­stak­lega djúsí lit­um sem er ein­kenn­andi fyr­ir Mont­ana. Lit­irn­ir kall­ast „Pine, Azure, Hokkaido, Rhubarb, Shadow, Black, Oyster og Snow“ – en glögg­ir les­end­ur geta séð að hér um ræðir mat­artengd nöfn sem við höf­um áður minnst á mat­ar­vefn­um.

Stóll­inn sem kem­ur í átta frísk­andi lit­um, má einnig finna með krómaðri eða svartri um­gjörð. Sann­ar­lega hress­andi viðbót inn í skjanna­hvítt eld­hús ef ein­hver leit­ast eft­ir smá upp­lyft­ingu þar inn.

KEVI er fáanlegur í átta frískandi litum.
KEVI er fá­an­leg­ur í átta frísk­andi lit­um. Mbl.is/​Mont­ana
Jørgen Rasmussen hannaði stólinn upphaflega árið 1968.
Jør­gen Rasmus­sen hannaði stól­inn upp­haf­lega árið 1968. Mbl.is/​Mont­ana
Mbl.is/​Mont­ana
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert