Ein af okkar vinsælustu hönnuðum landsins, er kemur að húsbúnaði í eldhúsið, sem og inn á heimilið – er Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, betur þekkt sem IHANNA HOME. Ingibjörg velur matseðil vikunnar sem er fjölbreyttur og að allra skapi.
Ingibjörg hélt fermingarveislu nú á dögunum, en hana var búið að skipuleggja fjórum sinnum síðan í fyrra. „Fermingarbarnið var löngu vaxið upp úr jakkafötunum en mikið var búið að pæla í veitingunum og skreytingum á þessum tíma þannig að það var mikið gleðiefni að geta loksins látið verða að þessu og fagnað þessum merku tímamótunum með ættingjum og vinum. Svo vorum við að enda við að halda afmælisveislu fyrir 4 ára hrekkjavökustelpu, sem smellpassar svo vel að eiga afmæli þann dag því hún hefur alltaf haft mikið gaman af öllum hrylling og klæða sig upp í búning“, segir Ingibjörg í samtali.
Þessa dagana er hálfgerður uppskerutími hjá Ingibjörgu, sem er í óðaönn að taka á móti nýjum vörum. „Ég er að taka á móti nýjum vörum sem ég hef verið að vinna að undanfarið ár, dreifa þeim í verslanir og sömuleiðis að afgreiða pantanir úr vefversluninni okkar, ihanna.is. Það má segja að jólavertíðin sé byrjuð því fólk er farið að vera skipulagðara í jólainnkaupunum til að forðast að vera á síðustu stundu og njóta því aðventunnar betur. Svo veit almenningur líka að það er vöruskortur í heiminum vegna COVID þannig að fólk er að passa að missa ekki af ákveðnum vörum sem það langar til að gefa ástvinum sínum í gjafir“, segir Ingibjörg.
Sælkeragjafir fyrir jólin
„Þess má einnig geta að við vorum að fá yndislega fallegu og mjúku rúmfötin okkar, RENDUR, aftur á lager. Þau eru úr 100% bómullar satíni og koma í fimm dásamlegum litum. Hugmyndafræði munstursins er afturhvarf til einfaldari og rólegri tíma. Þau komu á markað í sumar og kláruðust um leið. Í lok vikunnar fáum við ilmkerti með þremur ljúfum ilmum sem gefa ferskan tón á heimilið. Kertabollinn er sérhannaður fyrir kertin og er með munstrunum okkar að utan. Hann nýtist svo áfram þegar kertið er brunnið niður, t.d. sem bolli undir drykki, lítill blómapottur eða statíf. Viku síðar fáum við svunturnar og ofnhanskana okkar aftur á lager en mikið hefur verið beðið eftir þeim síðan þau seldust upp. Þau eru tilvalin í jólagjöf fyrir sælkera sem elska elda og baka“, segir Ingibjörg að lokum.
Mánudagur:
Þriðjudagur:
Miðvikudagur:
Fimmtudagur:
Föstudagur:
Laugardagur:
Sunnudagur: