Er maður dottinn í lukkupottinn ef í flögupokanum liggur heil kartafla? Maður spyr sig.
Kona nokkur í Huddersfield í Bretlandi, brá heldur í brún er hún opnaði kartöfluflögupoka og fann heila kartöflu á botninum. Hún tók þó ekkert eftir því að pokinn hafi verið þyngri en vanalega er hún greip hann með í verslunarferð út í búð. Það var ekki fyrr en höndin snerti slétta kalda kúlu ofan í pokanum er henni brá í brún og kippti hendinni upp hið snarasta. Hún lét það þó ekkert á sig fá og át restina af flögunum með bestu lyst – en henti þó kartöflunni í ruslið.