Heinz kynnir jólasúpu úr dós

Er súpa úr dós hugmynd að jólamatnum í ár?
Er súpa úr dós hugmynd að jólamatnum í ár? Mbl.is/Heinz

Hér gæt­um við verið að horfa á ein­falda út­gáfu af jóla­matn­um í ár – eða fyr­ir þá sem nenna hrein­lega ekki að elda.

Mat­arris­inn Heinz, var að kynna nýja súpu eða „Christ­mas Dinner Soup“ – og það í tak­mörkuðu upp­lagi. Í súp­unni eru klump­ar af kalk­ún, pyls­ur, kart­öfl­ur og fyllt­ar boll­ur. „Súp­an er gerð fyr­ir þá sem hafa mikla ást fyr­ir hátíðarbragði, og smakk­ast hún full­kom­lega með ylvolgri brauðsneið“, seg­ir Anke von Han­stein, vörumerkja­stjóri Heinz, í frétta­til­kynn­ingu - og bæt­ir við að eitt af ein­kunn­ar­orðum Heinz sé „go big or go hungry“.

Þeir sem vilja dýfa bragðlauk­un­um í sann­kallaða hátíðar­veislu, geta fest kaup á súpu­dós­inni á net­inu og fæst hún HÉR.

Mbl.is/​Heinz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert