Sturlaðar staðreyndir um agúrkur

Gúrkur eru hollar, ákaflega vatnskenndar og góðar.
Gúrkur eru hollar, ákaflega vatnskenndar og góðar. mbl.is/abetterchoice.com.au

Við sem telj­um að græni stöng­ull­inn, gúrka, sé græn­meti – þá er hún grasa­fræðilega séð ber, með mörg­um fræj­um og kjarna. Ag­úrka er meðal ann­ars í fjöl­skyldu með graskeri, mel­ónu og squash. Hér köf­um við dýpra inn í staðreynd­ir um hina stór­merki­legu gúrku.

Ag­úrk­an er upp­runa­lega frá Indlandi, þar sem hún hef­ur verið ræktuð í yfir 3.000 ár. Gúrk­ur voru þekkt­ar í Suður-Evr­ópu á 17. öld­inni, en það var fyrst í kring­um 1900 sem að þær voru ræktaðar í gróður­hús­um og rækt­un­in varð mun um­fangs­meiri. En gúrk­ur krefjast heits og sól­ríks lofts­lags, og þar koma gróður­hús­in til sög­unn­ar líkt og hér á landi.

Gúrku má nota á ótal vegu í mat­ar­gerð, þó þolir hún ekki hit­ann vel og verður bragðlaus og slepju­leg í slíkri mat­ar­gerð. Þess í stað má njóta henn­ar beint und­ir tönn sem snarl, sem skreyt­ingu á brauðtert­ur, í salöt, sós­ur eins og tzatziki og rel­ish, sem og í smoot­hie – svo eitt­hvað sé nefnt.

Ef þú vilt forðast að gúrk­an gefi of mikið af vatni frá sér í heima­gerða tzatziki-ið þitt eða sal­atið, þá get­urðu skorið hana langs­um og skorið innsta kjarn­ann úr henni.

Er gúrka holl?
Gúrk­an sam­an­stend­ur 95% af vatni, en þrátt fyr­ir það geym­ir hún hin ýmsu víta­mín og steinefni. Hún er full­kom­in fyr­ir þá sem eiga erfitt með að fá næg­an vökva yfir dag­inn, en geta þá smjattað á gúrku sam­hliða.

  • Gúrka inni­held­ur magnesí­um og hjálp­ar til við að róa tauga­kerfið og get­ur einnig lækkað blóðþrýst­ing.
  • Gúrka inni­held­ur aðeins 15 kalórí­ur í 100 grömm­um, svo þú get­ur nagað þig í gegn­um slíka með góðri sam­visku.
  • Gúrka inni­held­ur líka K-víta­mín sem er gott fyr­ir bein­in og hjálp­ar lík­am­an­um að vinna kalk úr fæðunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert