Besta leiðin til að þrífa viftuna

Við megum ekki gleyma að þrífa viftuna í eldhúsinu.
Við megum ekki gleyma að þrífa viftuna í eldhúsinu. mbl.is/

Þetta er árstíminn til að kíkja aðeins á viftuna í eldhúsinu – því við viljum að hún sé hrein fyrir jólavertíðina sem fer að taka á móti okkur.

Ristin í eldhúsviftunni er án efa eitt af því sem við látum oftast ósnert í þrifum á heimilinu. En til þess að ná allri fitu og drullu burt úr ristinni, þá er þetta besta lausnin til þess.

  • Losið ristina úr viftunni.
  • Fyllið vaskinn með heitu vatni og leggið ristina þar ofan í.
  • Setjið tvær til þrjár uppþvottavélatöflur ofan í vatnið og sjáið fituna leysast upp án þess að skrúbba.

Til að hreinsa brennda potta, þá má notast við sömu aðferð – þá að sjóða vatn í pottinum með uppþvottavélatöflu. Skolið því næst pottinn vel og þurrkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka