Kaffidrykkur með lime tvisti

Dásamlegur kaffidrykkur sem fagnar haustinu.
Dásamlegur kaffidrykkur sem fagnar haustinu. Mbl.is/Nespresso

Hér fær­um við ykk­ur ljúf­feng­an cappucc­ino með óvenju­leg­ur kryddi – eða lime ívafi og kanil­stöng sem kall­ar á vet­ur­inn.

Kaffidrykkur með lime tvisti

Vista Prenta

Kaffi­drykk­ur með lime tvisti

  • 80 ml espressó.
  • 80 ml létt- eða nýmjólk. Hægt að skipta út fyr­ir laktósa­fría mjólk eða plöntu­drykk.
  • Kar­dimomma á hnífsoddi.
  • 1 heil kanil­stöng
  • Börk­ur af fjórðungi af lime

Aðferð:

  1. Helltu mjólk­inni í pott. Bættu kar­dimomm­unni út í og hitið mjólk­ina að 70°. Prófaðu þig áfram með að þeyta smá froðu í mjólk­ina.
  2. Settu kanil­stöng í kaffi­bolla og hellið upp á espressó.
  3. Hellið því næst heitri mjólk­inni í boll­ann og raspið í lok­in smá li­me­börk yfir til­búna kaffið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert