Nýjar rannsóknir á ísáti vekja heimsathygli

Ekki halda aftur af þér, og fáðu þér ís í …
Ekki halda aftur af þér, og fáðu þér ís í morgunmat! Mbl.is/Alvarez

Sam­kvæmt nýj­ustu rann­sókn­um virðist sem við séum að fara ýta skyri og hafra­graut út af borðinu og borða ís í staðinn.

Jap­ansk­ir vís­inda­menn hafa skoðað það gaum­gæfi­lega, hvað ger­ist þegar þú borðar ís á morgn­ana og niður­stöðurn­ar urðu furðu já­kvæðar. Þeir mældu heila­virkni fólks sem borðaði ís í morg­un­mat og báru sam­an við þá sem fengu eng­an ís. Þeir sem snæddu ís­inn, sýndu betri viðbragðstíma og gátu unnið bet­ur úr upp­lýs­ing­um en hinn hóp­ur­inn. Á sama tíma voru ísneyt­end­ur með fleiri hátíðni alfa-heila­bylgj­ur sem tengj­ast betri at­hygli.

Það sem þótti einnig at­huga­vert, var að þeir þátt­tak­end­ur sem fengu kalt vatn að drekka í stað íss, skiluðu einnig betri heila­virkni og at­hygli – en þeir sem borðuðu ís sýndu samt skýr­ari merki um betri and­lega örvun.

Vís­inda­menn­irn­ir eru þó enn að finna út hvað það er ná­kvæm­lega sem veld­ur því að ís­inn skili þess­um góðu svör­um, en þangað til er okk­ur ekk­ert til fyr­ir­stöðu að skófla í okk­ur nokkr­um ís­kúl­um í morg­uns­árið.

Heim­ild: In­ternati­onal Bus­iness Times

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert