Brauðið sem Hildur gat ekki hætt að hugsa um

Brioche brauðið sem Hildur varð hugfangin af í Berlín og …
Brioche brauðið sem Hildur varð hugfangin af í Berlín og ákvað að prófa að gera sjálf. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Dún­mjúkt og bragðgott bri­ochebrauð með þeytt­um ricotta­osti og ofn­bökuðum tómöt­um í boði Hild­ar Rut­ar – sem fór til Berlín­ar nú á dög­un­um og smakkaði bri­ochebrauð með þeytt­um osti. Eft­ir það varð ekki aft­ur snúið og Hild­ur varð að prófa sig áfram með upp­skrift­ina.

„Það er einnig gott að bera brauðið fram með þeyttu smjöri eða þeytt­um feta­osti og ekki skemm­ir að drekka gott rauðvín með. Til­valið sem for­rétt­ur. Svo mæli ég með að út­búa french toast úr brauðinu dag­inn eft­ir,“ seg­ir Hild­ur Rut.

Brauðið sem Hildur gat ekki hætt að hugsa um

Vista Prenta

Brauðið sem Hild­ur gat ekki hætt að hugsa um
Upp­skrift­in ger­ir tvö brauð

  • 1,6 dl volg mjólk
  • 1 bréf ger
  • 4 msk. hun­ang
  • 5 egg, 4 fyr­ir deigið og 1 til að pensla
  • 8-9 dl hveiti
  • 1 tsk. salt
  • 60 g smjör, við stofu­hita
  • 185 g kalt smjör, skorið í þunn­ar sneiðar

Aðferð:

  1. Blandið sam­an mjólk, geri, hun­angi, 4 eggj­um, hveiti og salti í hræri­vél og notið deig krók­inn. Hærið í 4-5 mín­út­ur eða þar til hveit­inu er vel blandað sam­an við hin hrá­efn­in.
  2. Bætið við smjör­inu við stofu­hita og hrærið í 2-3 mín­út­ur í viðbót.
  3. Setjið viska­stykki yfir skál­ina og leyfið að hef­ast í 1 klst eða þar til deigið hef­ur tvö­fald­ast.
  4. Stráið smá hveiti á borð og setjið deigið ofan á. Fletjið út deigið í 30×45 cm rétt­hyrn­ing.
  5. Leggið þunn­ar sneiðar af köldu smjöri á ann­an helm­ing­inn af deig­inu og þrýstið var­lega til að það fest­ist. Brjótið sam­an hinn helm­ingn­um af deig­inu yfir smjörið og hyljið það al­veg.
  6. Fletjið aft­ur út deigið í 30×45 cm rétt­hyrn­ing. Brjótið nú ⅓ af deig­inu í miðjuna og brjótið svo hinn yfir efsta hluta fyrsta lags­ins þannig að nú hafið þið 3 deig­lög (eins og um­slag).
  7. Pakkið deig­inu inn í plast­filmu og setjið í ís­skáp í 15-20 mín­út­ur þar til það hef­ur kólnað (einnig er hægt að kæla deigið yfir nótt í ís­skápn­um).
  8. Smyrjið tvö 22 x12 cm brauðform.
  9. Takið deigið úr ís­skápn­um og rúllið því í um 30×45 cm rétt­hyrn­ing. Rúllið deig­inu í pylsu og haldið því þétt að ykk­ur á meðan þið rúllið. Skerið deigið í tvennt og setjið í brauðformin. Hyljið það með viska­stykki og látið hef­ast í 45 mín­út­ur-1 klst.
  10. Penslið deig­in með þeyttu eggi og bakið í ofni við 180°C í 30-35 mín­út­ur eða þar til brauðið er orðið dökk­brúnt að ofan. Látið kólna aðeins og berið fram með þeytt­um ricotta­osti eða því sem ykk­ur lang­ar í.
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert