Spilafíkill fann upp á samlokunni

Samlokan á sér langa sögu.
Samlokan á sér langa sögu. Mbl.is/thedailypayoff.com

Hér fær­um við ykk­ur hreint út sagt ótrú­lega áhuga­verða sögu um hina klass­íska sam­loku og hvernig hún varð upp­haf­lega til. Þið vitið, tvær brauðsneiðar sett­ar sam­an með áleggi á milli – ekki flókn­ara en það.

En eins og sag­an seg­ir, þá var það maður að nafni John Montagu jarl af Sand­vík eða Sandwich, sem var fyrst­ur manna með nú­tíma­legu út­gáf­una af sam­loku. John sat oft­ar en ekki við spila­borðið í allskyns leikj­um, og sótt­ist eft­ir máltíð sem auðvelt væri að borða án þess að nota hníf og gaffal – og hefði þar að leiðandi ekki áhrif á spila­mennsk­una. Hann (eða þjón­arn­ir hans rétt­ara sagt), bjó til hand­hæga út­gáfu af ljúf­fengri sam­loku sem auðvelt var að halda á við spila­borðið. Og þar með varð sam­lok­an til, sem á ensku tók nafn eft­ir hon­um og ættaróðal­inu: Sandwich!

John Montagu, 4. jarlinn af Sandwich (1718-1792)
John Montagu, 4. jarl­inn af Sandwich (1718-1792)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert