Auðveld og bragðgóð fiskisúpa

Bragðgóð fiskisúpa er ómissandi í vikumatseðilinn.
Bragðgóð fiskisúpa er ómissandi í vikumatseðilinn. Mbl.is/Bobedre_ Anders Schønnemann

Sum­ir dag­ar kalla á eitt­hvað ein­falt og gott, eins og þessa yndis­auk­andi fiskisúpu sem ómar af gleði fyr­ir bragðlauk­ana.

Auðveld og bragðgóð fiskisúpa

Vista Prenta

Auðveld og bragðgóð fiskisúpa

Fyr­ir fjóra

  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 2 lauk­ar
  • Smjör
  • 2 tsk cum­in (eða brodd­kúmen)
  • 2 tsk kórí­and­er, þurrkað
  • 6 dl kjúk­lingakraft­ur
  • 1 dl rjómi
  • 400 g fisk­ur
  • 4 þunn­ar sneiðar af loftþurrkuðu bei­kon eða skinku
  • Salt og pip­ar
  • Sítr­óna
  • Dill

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvít­lauk sam­an upp úr smjöri í potti.
  2. Stráið kórí­and­er og cum­in yfir.
  3. Setjið kjúk­lingakraft­inn og rjóm­an sam­an við og látið malla í 8 mín­út­ur.
  4. Skerið fisk­inn í munn­bita og setjið í súp­una. Látið malla í 2-3 mín­út­ur.
  5. Smakkið súp­una til með salti, pip­ar og sítr­ónusafa. Stráið dilli og bei­koni yfir og berið fram.

Upp­skrift: Bo Bedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert