Auðveld og bragðgóð fiskisúpa

Bragðgóð fiskisúpa er ómissandi í vikumatseðilinn.
Bragðgóð fiskisúpa er ómissandi í vikumatseðilinn. Mbl.is/Bobedre_ Anders Schønnemann

Sumir dagar kalla á eitthvað einfalt og gott, eins og þessa yndisaukandi fiskisúpu sem ómar af gleði fyrir bragðlaukana.

Auðveld og bragðgóð fiskisúpa

Fyrir fjóra

  • 2 stór hvítlauksrif
  • 2 laukar
  • Smjör
  • 2 tsk cumin (eða broddkúmen)
  • 2 tsk kóríander, þurrkað
  • 6 dl kjúklingakraftur
  • 1 dl rjómi
  • 400 g fiskur
  • 4 þunnar sneiðar af loftþurrkuðu beikon eða skinku
  • Salt og pipar
  • Sítróna
  • Dill

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvítlauk saman upp úr smjöri í potti.
  2. Stráið kóríander og cumin yfir.
  3. Setjið kjúklingakraftinn og rjóman saman við og látið malla í 8 mínútur.
  4. Skerið fiskinn í munnbita og setjið í súpuna. Látið malla í 2-3 mínútur.
  5. Smakkið súpuna til með salti, pipar og sítrónusafa. Stráið dilli og beikoni yfir og berið fram.

Uppskrift: Bo Bedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka