Fagurkerar munu elska þessa hugmynd

Kertaljós og blómailmur - fullkomið kombó!
Kertaljós og blómailmur - fullkomið kombó! Mbl.is/TikTok_ramin2025

Fag­ur­ker­ar og þeir sem vilja hafa huggu­legt í kring­um sig, ættu ekki að láta þessa sér­lega sniðugu hug­mynd fram­hjá sér fara.

Hér um ræðir sára­ein­falda út­gáfu hvernig þú get­ur bæði prýtt og notið huggu­legra stunda með litlu kerti, glasi og blóm­um einu sam­an. Þú ein­fald­lega finn­ur fram lítið glas og set­ur vatn í það. Síðan klipp­ir þú niður blóm eða jafn­vel euca­lypt­us grein­ar (sem ilma svo vel) og set­ur ofan í vatnið. Að lok­um set­ur þú kerti í glasið. Þegar kertið byrj­ar að hitna þá magn­ast ilm­ur­inn frá blóm­un­um og þú munt fá fín­asta stáss og ilm um húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert