Fjögur atriði sem fullkomna Moscow mule

Er ekki kominn tími til að fá sér Moscow mule?
Er ekki kominn tími til að fá sér Moscow mule? Mbl.is/W. Dharma via unsplash.com

Okkar eftirlætis drykkur, Moscow mule, er í raun ekki flókinn í eðli sínu. En það er hægt að klúðra honum með nokkrum einföldum atriðum sem við höfum tekið saman hér fyrir neðan.

Númer eitt
Koparglasið! Ef þú notast ekki við hið eina sanna koparglas, þá máttu búast við því að fá drykkinn aftur í hausinn. Það hefur ekki endilega áhrif á bragðið, en sannir áhugamenn vilja þó meina að koparinn sé afar mikilvægur – en glasið heldur drykknum köldum lengur en t.d. glerglas.

Númer tvö
Barþjónar fá oft að heyra kvartanir yfir því að of mikið af klökum sé í drykknum í stað áfengis. Í Moscow mule, eru klakarnir þó aðalatriðið og hér á enginn að kvarta yfir of mikið af klökum.

Númer þrjú
Við viljum heldur alls ekki að drykkurinn „gargi“ á okkur af áfengisbragði. Hér leggjum við til að nota réttu áhöldin til að skammta áfenginu í drykkinn í stað þess að skvetta því í glasið. Of mikið áfengisbragð fær fólk til að klára ekki drykkinn sinn.

Númer fjögur
Rétt eins og með koparbollann, þá er mikilvægt að nota rétta skrautið þegar drykkurinn er borinn fram. Þú ættir alltaf að skreyta drykkinn með lime og myntu – þessi tvö hráefni gefa rétta bragðið fyrir drykkinn, ásamt engiferbjórnum.

Niðurstaðan er því sú að nota alltaf koparkrús, nóg af ísmolum, skreyta drykkinn með lime og myntu – og þá munu vandlátustu Moscow mule aðdáendur vera ánægðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka