Fjögur atriði sem fullkomna Moscow mule

Er ekki kominn tími til að fá sér Moscow mule?
Er ekki kominn tími til að fá sér Moscow mule? Mbl.is/W. Dharma via unsplash.com

Okk­ar eft­ir­læt­is drykk­ur, Moscow mule, er í raun ekki flók­inn í eðli sínu. En það er hægt að klúðra hon­um með nokkr­um ein­föld­um atriðum sem við höf­um tekið sam­an hér fyr­ir neðan.

Núm­er eitt
Kop­arglasið! Ef þú not­ast ekki við hið eina sanna kop­arglas, þá máttu bú­ast við því að fá drykk­inn aft­ur í haus­inn. Það hef­ur ekki endi­lega áhrif á bragðið, en sann­ir áhuga­menn vilja þó meina að kop­ar­inn sé afar mik­il­væg­ur – en glasið held­ur drykkn­um köld­um leng­ur en t.d. glerg­las.

Núm­er tvö
Barþjón­ar fá oft að heyra kvart­an­ir yfir því að of mikið af klök­um sé í drykkn­um í stað áfeng­is. Í Moscow mule, eru klak­arn­ir þó aðal­atriðið og hér á eng­inn að kvarta yfir of mikið af klök­um.

Núm­er þrjú
Við vilj­um held­ur alls ekki að drykk­ur­inn „gargi“ á okk­ur af áfeng­is­bragði. Hér leggj­um við til að nota réttu áhöld­in til að skammta áfeng­inu í drykk­inn í stað þess að skvetta því í glasið. Of mikið áfeng­is­bragð fær fólk til að klára ekki drykk­inn sinn.

Núm­er fjög­ur
Rétt eins og með kop­ar­boll­ann, þá er mik­il­vægt að nota rétta skrautið þegar drykk­ur­inn er bor­inn fram. Þú ætt­ir alltaf að skreyta drykk­inn með lime og myntu – þessi tvö hrá­efni gefa rétta bragðið fyr­ir drykk­inn, ásamt engi­fer­bjórn­um.

Niðurstaðan er því sú að nota alltaf kop­ar­krús, nóg af ís­mol­um, skreyta drykk­inn með lime og myntu – og þá munu vand­lát­ustu Moscow mule aðdá­end­ur vera ánægðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert