Unnsteinn skreytir jólatréð með mat

Unnsteinn er mikill matgæðingur og skreytir jólatréð með matartengdu jólaskrauti.
Unnsteinn er mikill matgæðingur og skreytir jólatréð með matartengdu jólaskrauti. mbl.is/Mynd aðsend

Unnsteinn er mikill matgæðingur og þá ekki bara í eldhúsinu, því hann skreytir jólatréð með matartengdu jólaskrauti sem er alveg stórkostlegt.

Íslendingar eru farnir að skreyta mun fyrr en áður með ljósum og öðru skrauti. Einn af þeim er Unnsteinn Jóhannsson, sem hleypti okkur í heimsókn til að bera jólaskrautið augum – en hér sjáum við til að mynda franskar kartöflur og banana á jólatrénu svo eitthvað sé nefnt.

Óhefðbundið skraut heillar
Unnsteinn segist hafa byrjað að safna matartengdu jólaskrauti fyrir tveimur árum síðan, er fjölskyldan ákvað að uppfæra gamla jólaskrautið sem samanstóð af tveimur litlum og svörtum jólatrjám. „Það þótti víst eitthvað sérkennilegt að bjóða ekki uppá grænt jólatré þegar við vorum komnir með barn á heimilið. Mér fannst það nú svosem ekkert stórmál en ég veit að svörtu jólatrén eru í góðum höndum og á heimili þar sem þau fá að njóta sín. Það var sumsé vegna þessa sem ég fór þá að skoða jólakúlur fyrir nýja jólatréð og rakst þá á svona líka skemmtilegt jólaskraut á tréð í Flying Tiger. Við hjónarnir elskum að fá fólk í mat og finnst gaman að elda þannig þetta á vel við. Einnig þótt mér þetta svo óhefðbundið að ég laðaðist að þessu. Svo hef ég fengið skraut í gjafir og leitað það uppá á hinum ýmsu stöðum“, segir Unnsteinn.

mbl.is/Mynd aðsend

Jólatréð eins og fallegur regnbogi
Stemmingunni á jólatrénu mætti lýsa eins og regnboga. Fullt af litum og svo auðvitað mjög kitch og skemmtilegt. „Við litla fjölskyldan skemmtum okkur vel að hengja upp skrautið og upplifum bara góða stemmingu í kringum þetta. Þetta fer þó mis vel í aðra, sumum finnst þetta óttalega furðulegt, en það svo sem kemur fólki ekkert á óvart að við förum aðrar leiðir en hið ríkjandi norm. Sumir vinir og vandamenn hafa þó dottið í að hjálpa til við að safna þessu skrauti. Ég held að flestir séu bara ánægð að ég hafi losað mig við svörtu jólatrén“, segir Unnsteinn.

Franskar kartöflur eru ómissandi skraut á tréð.
Franskar kartöflur eru ómissandi skraut á tréð. mbl.is/Mynd aðsend

Avókadóið í uppáhaldi
Unnsteinn segist vera mest ánægður með avókadóið þar sem það var alltaf uppselt og tók smá tíma og fyrirhöfn að ná því. „Annars finnst mér svolítið gaman að skrautinu sem er mis grænt, gúrkurnar, maíisinn og baunirnar, það er eitthvað sjarmerandi við þessa mis grænu tóna á móti græna trénu“, segir Unnsteinn.

Hvað verður annars í matinn hjá ykkur á aðfangadagskvöld?„Já það er góð spurning. Við verðum hjá foreldrum mínum þessi jólin og við mamma höfum tekið uppá því að kasta flestum matarhefðum út á hafsauga og náð að peppa restina í allskonar dýrindismat. Það hefur þó verið hefð í nokkuð langan tíma að bjóða uppá rjúpusúpu sem mamma og pabbi nostra við, en það er spurning hvort að hún verið að bíða eitt ár útaf dottlu. Það verður því bara að koma í ljós hvað verður boðið uppá í þetta sinn, en eitt er víst að það verður eitthvað dásamlega gott - enda mikil matarást í kringum okkur fjölskylduna“, segir Unnsteinn.

Er einhver matartegund sem þú óskar þér á tréð, en hefur ekki fengið?
„Já, ég hef enn ekki fundið eggaldin, en það er á óskalistanum. Einnig sá ég um daginn spælegg sem mér fannst virkilega skemmtilegt“, segir Unnsteinn að lokum.

mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka