Jólatré fyrir þá sem búa smátt

Það er einfalt að útfæra jólatré beint á vegginn.
Það er einfalt að útfæra jólatré beint á vegginn. Mbl.is/©Bosch

Pláss­leysi á alls ekki að vera fyr­ir­staða í að vera með jóla­tré. Hér er snill­ings lausn á þess­um vanda og er þrælsniðug ef þið spyrjið okk­ur.

Græj­urn­ar sem þarf í verkið

  • 2-3 greni­búnt
  • 3 trél­ista, 240 x 3 x 0,5 cm
  • Sög
  • Dou­ble tape eða ann­ars­kon­ar lím­band sem þolir þunga
  • Hefti­byssu og klemm­ur

Aðferð:

  1. Skerið list­ana til, þannig að þeir verði alltaf breiðari og breiðari. Hér er gott að miða við 10 lista, þar sem neðsti er um 1 meter og sá efsti 10 cm.
  2. Festið grenið á list­ana með hefti­byssu.
  3. Setjið tape eða annað lím aft­an á list­ana og festið á vegg­inn. Ef þú vilt ekki líma list­ana á vegg­inn, má auðveld­lega nota girni í hvern og einn lista og hengja upp.
  4. Þegar all­ir list­arn­ir með gren­inu eru komn­ir upp, þá er ekki eft­ir neinu að bíða en að skreyta.
Sagið listana til í réttar stærðir.
Sagið list­ana til í rétt­ar stærðir. Mbl.is/©​Bosch
Festið grenið með heftibyssu.
Festið grenið með hefti­byssu. Mbl.is/©​Bosch
Setjið límband á listana og festið þannig á vegginn.
Setjið lím­band á list­ana og festið þannig á vegg­inn. Mbl.is/©​Bosch
Mbl.is/©​Bosch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert