Þú verður að vita þetta um dill

Stingdu dilli í sítrónuvatn og það mun endast mun lengur.
Stingdu dilli í sítrónuvatn og það mun endast mun lengur. mbl.is/TikTok_ramin2025

Við erum dottin inn í jólamánuðina sem færa okkur ótal rétti sem oftar en ekki innihalda dill. Þá er þetta húsráð sem þú verður að vita um grænu stönglana.

Hvað er til ráða þegar kryddjurt sem dill byrjar að „fölna“ og láta á sjá – sem getur gerst furðu fljótt ef við notum það ekki daglega. Þá er til ráð í húsráðahandbókinni sem hljómar einfaldlega svona eins og við lýsum hér fyrir neðan.

  • Finndu fram glas og hálffylltu það af vatni.
  • Taktu hálfa sítrónu og kreistu safann úr henni ofan í glasið.
  • Stingdu dill-stönglunum ofan í vatnið og dillið mun haldast lengur ferskt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka