Kona með tómatsósu gerði allt vitlaust

Myndir þú borða vatnsblandaða tómatsósu?
Myndir þú borða vatnsblandaða tómatsósu? Mbl.is/TikTok

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar kona nokk­ur deildi útþynntri tóm­atsósu á TikT­ok – sem hún seg­ir vera heil­brigðari kost en ella.

Hún kall­ar sig @sensati­onalfoodie á TikT­ok, og deil­ir reglu­lega ým­is­kon­ar mynd­bönd­um er snúa að mat. Hér fór hún þó al­veg yfir strikið að mati fylgj­enda sinna, er hún sýn­ir hvernig hún spraut­ar smá­veg­is af venju­legri tóm­atsósu í litla skál og fyll­ir hana síðan af vatni. Því næst dýf­ir hún frönsk­un­um ofan í og borðar með þeirri yf­ir­skrift að hér sé bæði um holl­ari kost að ræða, sem og sparnaðarráð. Fylgj­end­ur henn­ar eru þó ekki á sama máli og segja at­vikið varða sekt­um. En hvað segja fylgj­end­ur mat­ar­vefs­ins  mynduð þið borða vatns­blandaða tóm­atsósu með frönsk­um kart­öfl­um?

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert