Laufey á Ölverk færir okkur vikumatseðilinn

Laufey Sif er einn eigandi Ölverk í Hveragerði - þar …
Laufey Sif er einn eigandi Ölverk í Hveragerði - þar sem bestu pítsur landsins eru fáanlegar að margra mati. mbl.is/Mynd aðsend

Það var létt hljóðið í Laufeyju Sif Lárusdóttir þegar við heyrðum í henni og báðum hana um leyfi til þess að skyggnast inn í matarheim hennar og fjölskyldu í Hveragerði. Laufey er athafnakona, framkvæmdarstjóri, formaður samtaka Íslenskra handverksbrugghús og einn eigandi Ölverk í Hveragerði – en saga hennar í eldhúsinu er lifandi og skemmtileg eins og hún sjálf, og má lesa nánar hér fyrir neðan.

Að hennar sögn þá liggur oftast mestur þunginn á Elvari Þrastarsyni, manninum hennar, þegar kemur að matseld á heimilinu. En hún hefur sjálf meira fundið sig í skipulagningu og áætlunargerð í kringum matgerð. Þó að Laufey gefi ekki mikið fyrir sína hæfileika í eldhúsinu þá er vert að taka fram að hún útskrifaðist frá Hússtjórnunarskólanum á Hallormsstað árið 2005 sem varð upphafið að hennar atvinnuferli í veitingargeiranum. „Þegar ég var 18 ára gömul þá vaknaði ég einn daginn og hugsaði að nú vildi ég prófa eitthvað nýtt og flutti þá skömmu síðar ein á Hallormsstað og hóf nám í Hússtjórnunarskólanum þar. Þessi tími hafði mjög mótandi áhrif á mig en það sem ég lærði í þessu skóla var alveg gríðarlega góður undirbúningur fyrir framtíðina og var oftast mjög skemmtilegt hjá okkur. Ég fór að halda uppskriftardagbók í skólanum en þá bók nota ég enn þann dag í dag mjög mikið og væri ég algjörlega týnd í eldhúsinu ef ekki væri fyrir hana enda alls ekki þessi “dass” týpa þegar kemur af bakstri eða eldamennsku”, segir Laufey í samtali.

Stjana við bragðlaukana
„Ótrúlegt en satt þá borðum við ekki pítsur í öll mál en föstudagspítsu-kósíkvöld hafa verið fastur punktur í lífi okkar í lengri tíma eða allt frá því að við hófum sambúð á Hvanneyri 2008. Okkur hefur alltaf fundist ótrúlega gaman að elda heima, halda matarborð og stjana við bragðlauka vina og vandamanna. Við opnuðum pítsustaðinn og brugghúsið Ölverk vorið 2017 en hugmyndin af því að það væri nú gaman að opna einn daginn okkar eigin veitingarstað hafði þá blundað lengi í okkur - enda mikið áhugamál hjá okkur að spá og spekúlera í öllu er við kemur mat, matargerð og matarupplifun”, segir Laufey.

Rifbeinsbrot og nóg af kalki
Þegar Laufey var spurð hvort eitthvað þema væri í matseðlinum frá henni sagði hún að svo væri nú ekki þó að það hefði nú samt hvarlað að henni. „Þannig var nú það að fyrir sirka mánuði síðan þá var ég með alveg verulega slæman hósta, alls ekkert covid tengt samt, sem endaði þannig að ég rifbeinsbraut sjálfa mig og leið miklar kvalir vegna þessa. Þegar ég var komin yfir verstu verkina þá fór ég svona aðeins að hugsa minn gang og ákváð að það gæti kannski ekki skaðað að hugleiða svolítið að kalk inntöku og upptöku líkamans á kalki. En það er víst þannig þegar kvennfólk verður 30 til 35 ára þá byrja beinmassi þeirra að minnka og við tíðarhvörf hefur 20-30% af beinmassa kvenna horfið. Ótrúlega merkileg staðreynd sem ég hafði bara alls ekki leitt hugann að fyrr en við þetta “freak” rifbeinsbrot mitt. Svo nú er ég með þetta svolítið á heilanum - nóg af vítamínum, steinefnum og þá sérstaklega kalki”, segir Laufey.

Fyr­ir áhuga­sama þá Laufey Sif virk á sam­fé­lags­miðlum og birt­ir reglulega matar-, og upplifunartengt efni inn á Instagram og Tiktok.

Mánudagur:
Ekkert annað en fiskur kemur til greina á mánudögum og hefur okkur líkað vel við þessa uppskrift í þau skipti sem soðin ýsa og kartöflur hafa ekki orðið fyrir valinu.

Þriðjudagur:
Að Vestmannaeyjum frátöldum þá hef ég ekki farið til útlanda í næstu tvö ár en snemma árið 2020 fórum við fjölskyldan til Tælands og vitum við fátt betra en góður tælenskur matur. Ah-roi-kha!

Miðvikudagur:
Mér þótti einu sinni lax alveg hrikalega vondur á bragðið en það var svo þegar tengdaforeldrar mínir buðu mér fyrst í mat heim til sín að þau með lax á boðstólnum. Ég, sem var að reyna koma vel fyrir,  hrósaði þeim mikið fyrir þennan dýrindislax og þaðan í frá voru þau alltaf með lax í matinn fyrir mig eða alveg þar til löngu seinna þegar maðurinn minn missti það út úr sér við foreldra sína að henni Laufeyju þætti reyndar lax alveg hrikalega vondur! Í dag elska ég samt lax og skil ekkert í ruglinu í mér hér áður fyrr.

Fimmtudagur:
Það er fátt skemmtilegra en að gera sér dagamun og því ekki að prófa þessa ljúffengu kalkúnleggi með einfaldari s´mores ídýfu í eftirrétt.

S´mores í eftirrétt:

Föstudagur:
Það toppar ekkert góða pítsu á föstudagskvöldi og hérna er uppskrift að hinni fullkomnu heima-Ölverk-pítsu.

Þessi eðla hérna fyrir neðan myndi svo toppa kvöldið!

Laugardagur:
Þó að bjór sé minn aðaldrykkur þá finnst mér einnig mjög gaman að halda kokteilakvöld með góðum vinum og hérna eru hinir fullkomnu kokteilar allir saman í einu skjali.

Það er aldrei góð hugmynd að neyta áfengis á fastandi maga svo hérna er uppskrift að bragðgott humarpast sem tekur ekki of langan tíma að matreiða enda nóg að gera í kokteilagerðinni.

Sunnudagur:
Sagði einhver ostur? Mæli eindregið með þessum ljúffengu bollakökum í dögurð.

Það að baka og borða danskar eplaskífur er skemmtileg hefð og gaman þegar fjölskyldan hittist í „hygge“ eplaskífuboði. Fyrsti í aðventu er einmitt núna sunnudaginn 28. nóvember svo þá væri alveg tilvalið að taka fram eplaskífupönnuna og láta reyna á baksturshæfileikana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert