Snilldarleið til að þrífa klósettburstann

Klósettburstinn er vissulega haugaskítugur og ber að þrífa reglulega.
Klósettburstinn er vissulega haugaskítugur og ber að þrífa reglulega. mbl.is/

Hefur þú einhvern tímann þrifið klósettburstann eða kaupirðu nýjan reglulega? Hér er snilldarleið til að þrífa klósettburstann á einfaldan máta.

Svona þrífur þú klósettburstann

  • Byrjaðu á að þrífa salernið eins og venja er.
  • Klemmdu því næst burstann á milli klósettsins og setunnar og láttu burstann „hanga“ yfir skálinni.
  • Helltu sjóðandi heitu vatni á burstann.
  • Spreyjaðu því næst bakteríuhreinsi yfir burstann og leyfðu honum að standa örlitla stund til þerris áður en þú stingur honum aftur í burstahaldarann.
mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert