Það þarf vart að kynna viðmælanda okkar þessa vikuna, Hjálmar Örn, skemmtikraft og samfélagsmiðlastjörnu. Hjálmar hefur valið matseðil vikunnar að þessu sinni, sem eru eins líflegur og hann sjálfur.
Hjálmar Örn hefur í mörgu að snúast þessa dagana, en hann stjórnar til að mynda hlaðvarpsþættinum vinsæla „Hæ Hæ“, ásamt Helga Jean Claessen – en þeir félagar fá sér alltaf lambalæri eftir þáttinn á mánudögum, eins og sjá má nánar hér fyrir neðan. Og vinsældir hans sem „hvítvínskonan“, eru heldur ekkert á undanhaldi – enda annar hver saumaklúbbur landsins sem hefur vingast við vín-konuna í gegnum árin. Hægt er að fylgjast með litríkum störfum Hjalmars á Instagram HÉR.
Mánudagur:
Við Helgi og Arnar úr Podcastinu „HæHæ“ fáum okkur alltaf lambalæri eftir þátt á mánudögum, hefð sem ég vona að hætti aldrei.
Þriðjudagur:
Þriðjudagar eru eini dagurinn sem ég er ekki upptekinn, og þá er fínt að hafa mat fyrir upptekna.
Miðvikudagur:
Miðvikudagar eru pasta dagar - það ætti að vera í lögum.
Fimmtudagur:
Ég er ekki mikið fyrir nýja hluti en þetta heillar mig og get séð fyrir mér að koma Ljósbrá á óvart með þessum rétti.
Föstudagur:
Ég borðaði fyrstur íslendinga Sushi í London 1993 með japanskri vinkonu minni. Líkaði ekki við sushi þá, en hef tekið það í sátt í dag.
Laugardagur:
Elska allt sem Frikki Dór gerir, treysti þessum 100%.
Sunnudagur:
Þessi lookar! Ég er mikill kássu maður en borða þær allt of sjaldan - breyti því núna. Stelpurnar mínar eru vegan og èg myndi reyna henda í eina vegan útgáfu af þessari kássu fyrir þær.