Þetta eru vinsælustu jólatré landsins

Smátré Gunnars eru ekki bara smart, heldur líka praktísk.
Smátré Gunnars eru ekki bara smart, heldur líka praktísk. Mbl.is/Mynd aðsend

Smátré Gunnars hafa verið vinsæl um árabil, en vinsældir jólatrjánna aukast með ári hverju – og það ekki að ástæðulausu. Þau eru hreint út sagt stórkostlega skemmtileg og falleg ásjónu. Við heyrðum í dætrum Gunnars, þeim Guðný og Helgu Sigrúnu, sem standa vaktina við smíðin með föður sínum, og fengum að skyggnast nánar um sögu trjánna.

„Árið 2012 var Gunnar Valdimarsson húsasmíðameistari og þúsundþjalasmiður beðinn um að smíða jólaskreytingu sem myndi passa í grunna gluggakistu. Innblásturinn var hefðbundið, skandínavískt jólatré, en Gunnar vildi að skreytingin gæti hentað víða og fólk gert hana að sinni. Úr varð hið fallega tré, sem nú ber nafnið Smátré. Tréð varð strax vinsælt og þeir sem áttu tré gátu bent þeim sem vildu eignast tré á smiðinn”, segja Guðný og Helga Sigrún í samtali.

Mbl.is/Mynd aðsend

Salan gengið vonum framar
Jólin 2020 var áhuginn orðinn svo mikill að dætur Gunnars, Helga Sigrún og Guðný, ákváðu að setja upp Instagramsíðu til að auglýsa trén og halda utan um söluna. Þá kom nafnið til - Smátré Gunnars. „Viðtökur við trjánum fóru strax fram úr okkar björtustu vonum og við höfðum varla undan við að smíða og afhenda tré á þeim skamma tíma sem leið frá því hugmyndin kom til í byrjun desember og jólin gengu í garð. Við hófum undirbúning fyrir jólin 2021 með hönnun á vörumerki fyrir Smátré og sérútbúnum umbúðum, sem við höfum beðið mjög spennt eftir og við erum rosalega ánægð með útkomuna. Salan í ár hefur rétt eins og í fyrra gengið vonum framar og við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum fengið við þessu smáa framtaki okkar”, segja þær í samtali.

Trén eru uppi allt árið um kring
Trén eru smíðuð úr ómeðhöndluðum við sem býður eigendum trjánna upp á endalausa möguleika. Hið hefðbundna Smátré er með þremur greinum og hefur verið langvinsælast að sögn systranna.  „Við sérsmíðum einnig aðrar útgáfur og höfum við til dæmis gert þónokkur fjögurra greina tré sem eru aðeins stærri. Einnig hafa verið smíðaðar ýmsar útgáfur af trjám eftir sérpöntunum, m.a. jólatré í fullri stærð”, segja Guðný og Helga Sigrún sem bæta því við að flestir skreyti trén með greni eða fallegum kúlum – en þær eru vissar um að nammitré verði vinsæl í ár. „Það frumlegasta sem við höfum séð er þegar tréð hefur verið notað við ýmis tilefni, allan ársins hring, í veislum, á páskum o.fl.”, sem er frábær nýting að trénu verður að segjast.

Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend

Eruð þið með alvöru jólatré á jólunum, eða látið þið smátré duga? Og hvað er í matinn á aðfangadag?„Já, við ólumst upp með lifandi  jólatré og höfum haldið okkur við það. Það er ákveðin stemning í því að fara rétt fyrir jól með fjölskyldunni og velja fallegasta tréð. Við höfum í huga við kaupin að styrkja gott málefni. Varðandi mat, þá er alltaf eitthvað gott. Við ólumst upp við hamborgarhrygg og svínabóg með puru en nú prófum við oft eitthvað nýtt”, segja Guðný og Helga Sigrún að lokum.

Þeir sem vilja skoða Smátré Gunnars nánar, geta fengið nánari upplýsingar og lagt inn pantanir í gegnum Facebook- og Instagramsíðu Smátré.

Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka