Tvöföld súkkulaðiánægja í smákökum

Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þegar eitt súkkulaði er ekki nóg, þá er öðru bætt sam­an við – hér eru nefni­lega smá­kök­ur með ljós­um og hvít­um súkkulaðidrop­um. Upp­skrift­in er ein­föld, fljót­leg og full­kom­in á aðvent­unni að sögn Hild­ar Rut­ar, sem á heiður­inn að þeim.

Tvöföld súkkulaðiánægja í smákökum

Vista Prenta

Tvö­föld súkkulaðiánægja í smá­kök­um

Upp­skrift ger­ir 26-28 smá­kök­ur

  • 1,2 dl púður­syk­ur
  • 50 g smjör (við stofu­hita)
  • 1 egg
  • 2 dl hvít­ir súkkulaðidrop­ar frá Bowl and Basket
  • 1 tsk vanillu­drop­ar
  • 2 dl hveiti
  • 1 tsk lyfti­duft
  • 1 dl möndl­umjöl
  • 1½ dl ljós­ir súkkulaðidrop­ar frá Bowl and Basket.

Aðferð:

  1. Bræðið 1 dl af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Hrærið sam­an smjör og púður­syk­ur.
  3. Bætið egg­inu sam­an við og hrærið þar til bland­an verður létt og ljós.
  4. Bætið við hvíta súkkulaðinu og vanillu­drop­um og hrærið.
  5. Sigtið hveiti og lyfti­dufti út í blönd­una og hrærið.
  6. Að lok­um bætið við möndl­umjöli, 1 dl af hvít­um súkkulaðidrop­um og 1½ dl af ljós­um súkkulaðidrop­um. Hrærið ró­lega sam­an. Gott að kæla deigið í 30-60 mín­út­ur.
  7. Notið te­skeið og hend­urn­ar til þess að móta litl­ar kúl­ur úr deig­inu. Dreifið á smjörpapp­írsklædda bök­un­ar­plötu og  passið að hafa gott bil á milli þeirra.
  8. Bakið við 180°C í 8-10 mín­út­ur og njótið.
Smákökur með tvöfaldri súkkulaðiánægju.
Smá­kök­ur með tvö­faldri súkkulaðiánægju. Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert