Ómótstæðilegur pastaréttur með risarækjum

Girnilegur pastaréttur með risarækjum og pestó.
Girnilegur pastaréttur með risarækjum og pestó. Mbl.is/Anna Marta

Pasta­rétt­ur sem tryll­ir bragðlauk­ana – með ris­arækj­um, chili og pestó. Rétt­ur sem get­ur alls ekki klikkað og verður á boðstól­um í hverri viku eft­ir að þú hef­ur smakkað. Upp­skrift­in er úr smiðju Önnu Mörtu heilsuþjálf­ara sem er einnig þekkt fyr­ir af­bragðsgott pestó og döðlumauk und­ir eig­in nafni.

Ómótstæðilegur pastaréttur með risarækjum

Vista Prenta

Ómót­stæðileg­ur pasta­rétt­ur með ris­arækj­um (fyr­ir 6)

  • 700-800 g ris­arækj­ur
  • 400-500 g spaghetti
  • 3  hvít­lauks­geir­ar, maukaðir
  • 3 msk. smjör
  • 3 msk. ANNA­MARTA PESTÓ
  • 2 dl hvít­vín
  • safi úr ½ límónu
  • 1 rauður chili, fínt saxaður (má sleppa)
  • sítr­ónupip­ar og gróft salt eft­ir smekk
  • 2 msk. rif­inn parma­ost­ur
  • 10-20 stk. kirsu­berjatóm­at­ar

Aðferð:

  1. Setjið hvít­lauk og smjör á pönnu og brúnið aðeins. Bætið  við rækj­un­um og steikið í 3-5 min.
  2. Bætið svo við hvít­víni, pestó, par­mes­an, chili, sítr­ónupip­ar og grófu salti. Látið sjóða í 3-5 min.
  3. Spaghetti soðið – sjá lýs­ingu á pakka.
  4. Rækj­um og pasta blandað sam­an + 1-2 msk pestó. Límóna kreist yfir í lok­in.
  5. Toppað  með fersk­um kirsu­berjatómöt­um. Frá­bært að bæta við meiri par­mes­an og pestói.
  6. Borið fram með fersku sal­ati og hvít­lauks­brauði.
  7. Hægt er að bæta græn­meti í rétt­inn, t.d. kúr­bít, lauk og papriku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert