Drykkurinn sem þú verður að prófa!

Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Þessi kokteill er al­gjör­lega magnaður og þið verðið að prófa hann. Fyr­ir þá sem vilja drykk­inn óá­feng­an mæl­um við með að nota áfeng­is­laust romm en upp­skrift­irn­ar að síróp­inu og lí­kjörn­um eru all­ar í bók­inni Heima­bar­inn sem kom út nú á dög­un­um.

Drykkurinn sem þú verður að prófa!

Vista Prenta

Passi­on & Allspice Daiquiri

Þessa upp­skrift gerðum við sér­stak­lega fyr­ir þessa bók en Ivan hef­ur þó verið að vinna með svipaðan drykk lengi. Yf­ir­leitt þegar óákveðinn gest­ur á kokteil­bör­um sem hann hef­ur verið að vinna hjá vill fá kokteil að hætti barþjóns­ins er þetta drykk­ur­inn sem hann hef­ur teygt sig í, enda ein­fald­ur og þægi­leg­ur, bæði að gerð og drykkju.
  • 50 ml ljóst romm
  • 15 ml allspice-lí­kjör
  • 15 ml ástar­ald­ins­íróp
  • 15 ml syk­urs­íróp
  • 25 ml límónusafi

Skraut: ástar­ald­in

Við setj­um öll hrá­efn­in nema skrautið í hrist­ara, fyll­um hann al­veg upp í topp með klaka og hrist­um hressi­lega í 10-15 sek­únd­ur eða þar til hrist­ar­inn er orðinn vel kald­ur. Þá er drykk­ur­inn streinaður í gegn­um sigti í kælt coupe-glas og skreytt­ur með fljót­andi ástar­ald­ini.

Eig­in­leik­ar

Ástar­ald­in og bök­un­ar­krydd, eins og allspice (allra­handa), er bragðsam­setn­ing sem svík­ur eng­an. Við not­um ljóst romm í þenn­an og helst þá romm sem er ríkt að vanillu. Vanill­an úr romm­inu, ástar­ald­inið úr síróp­inu, kryddið úr lí­kjörn­um og límón­an úr saf­an­um fara full­kom­lega sam­an í þess­um ljúf­fenga drykk.

Ljós­mynd/​Krist­inn Magnús­son
Heimabarinn er fáanlegur í flestum verslunum.
Heima­bar­inn er fá­an­leg­ur í flest­um versl­un­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert