Cardi B deilir uppáhalds kvöldsnarlinu sínu

Cardi B
Cardi B AFP

Rapp­ar­inn Car­di B deildi ný­verið al­deil­is frá­bæru kvöldsn­arli sem hún virðist ekki geta hætt að narta í.

Car­di B deildi snarl­inu á Twitter nú á dög­un­um, en þar dá­sam­ar hún há­stemmt osta Do­ritos og bbq sósu. Car­di seg­ir hungrið hafa leitt hana út í þessa til­raun þar sem ekk­ert var til í ís­skápn­um, en hún átti til Do­ritos og bbq sósu. Síðan hvet­ur hún fólk til að prófa og láta sig vita hvað þeim finn­ist um kom­bóið.

Söngdív­an hef­ur und­an­f­arð verið að prófa sig áfram í eld­hús­inu í nýj­um þátt­um á Face­book Watch, en þætt­irn­ir kall­ast „Car­di Tries“. En hún hef­ur margsinn­is talað um mataræðið sitt í viðtöl­um þar sem hún seg­ist borða tvisvar á dag – mikið á morgn­anna og aft­ur mikið á kvöld­in.

Cardi B elskar osta Doritos og bbq sósu.
Car­di B elsk­ar osta Do­ritos og bbq sósu. Mbl.is/​Twitter_Car­di B
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert