Eldaði tólf tíma á dag í mánuð

Ragnar Freyr Ingvarsson er læknirinn í eldhúsinu og í ár …
Ragnar Freyr Ingvarsson er læknirinn í eldhúsinu og í ár býður hann fólki heim til sín í nýrri bók. Ljósmyndir/Karl Petersson

Út er kom­in mat­reiðslu­bók­in Heima hjá lækn­in­um í eld­hús­inu, 373 blaðsíður af girni­leg­um upp­skrift­um og fal­leg­um ljós­mynd­um. Þá er bara að hnýta á sig svunt­una og hefjast handa við að gera skemmti­leg­ar til­raun­ir í eld­hús­inu, en allt sem Ragn­ar býður upp á er unnið frá grunni með ástríðuna að vopni. Lækn­ir­inn í eld­hús­inu var stadd­ur í Berlín þegar blaðamaður sló á þráðinn til að spjalla um góðan mat, jóla­hefðir og nýju bók­ina.

Atorku­mik­il af­slöpp­un

„Ég er í Berlín að slaka aðeins á fyr­ir jól­in,“ seg­ir Ragn­ar og byrj­ar á því að segja frá hvernig hug­mynd­in að bók­inni kviknaði.

„Í nóv­em­ber í fyrra ákvað ég að skrifa bók sem átti að vera „best of“-bók, en þegar ég fór að taka sam­an upp­skrift­ir þá fannst mér það bara drep­leiðin­legt viðfangs­efni. Þannig að ég sett­ist niður nokk­ur kvöld og bjó til beina­grind­ina að þess­ari bók. Í árs­byrj­un var sú beina­grind klár og ég tók mér svo leyfi frá störf­um í mars. Ég gaf mér það í verðlaun fyr­ir nokkuð anna­samt ár á und­an og eldaði þessa bók. Ég eldaði í 26 daga í mars 170 upp­skrift­ir og það er allt gert frá grunni. Það var allt borðað, það er ekk­ert plat og ekk­ert fótó­sjoppað,“ seg­ir Ragn­ar og blaðamaður mátti til með að spyrja hvort ekki hefðu læðst á hann auka­kíló í þess­um mat­ar­mikla mars­mánuði.

Sonurinn Vilhjálmur Bjarki er liðtækur í eldhúsinu og hjálpaði til …
Son­ur­inn Vil­hjálm­ur Bjarki er liðtæk­ur í eld­hús­inu og hjálpaði til við elda­mennsk­una fyr­ir bók­ina.

„Það er fá­rán­legt að segja frá því en ég missti fimm kíló! Það var svo mik­ill at­gang­ur. Bróðir minn og son­ur hjálpuðu mér og all­ir morgn­ar hóf­ust í rækt­inni af því að ég hélt ég myndi fitna við að skrifa svona bók,“ seg­ir hann.

„Eft­ir rækt­ina tók­um við á móti pönt­un­um eða sótt­um, skema dags­ins var skoðað og svo var bara byrjað. Dag­lega var eldað í tólf klukku­tíma án hvíld­ar. Ég smakkaði alla rétti en held að ég hafi aldrei klárað heil­an disk,“ seg­ir Ragn­ar og seg­ir að mik­ill gesta­gang­ur hafi verið all­an mánuðinn, enda nóg­ur mat­ur fyr­ir gesti og gang­andi.

„Þetta var frá­bær mánuður! Það má segja að þetta hafi verið mín slök­un. Að elda er eins frá­brugðið lækn­a­starf­inu og hugs­ast get­ur þannig að þetta var atorku­mik­il af­slöpp­un.“

Á 650 mat­reiðslu­bæk­ur

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að elda?

„Mér finnst lang­skemmti­leg­ast að elta árstíðirn­ar. Ég reyni að gera sum­ar­leg­an mat á sumr­in, ég nýti upp­sker­una á haust­in og geri vetr­ar­káss­ur á vet­urna. Svo létt­ir yfir manni þegar fer að vora og ég elda fisk og pasta og ríf svo fram grillið um leið og sést í sól­arglætu,“ seg­ir Ragn­ar og seg­ist ganga í gegn­um tíma­bil varðandi hvaða eld­hús er í upp­á­haldi.
„Ég byrjaði eins og marg­ir áhuga­kokk­ar í ít­alska eld­hús­inu. Þaðan fór ég inn í franska, spænska og norðurafríska eld­húsið en síðustu tvö árin hef ég verið hrif­inn af mat­ar­gerð frá Suður-Kór­eu. Eft­ir að hafa nán­ast lagt pasta á hill­una í fimm ár varð ég aft­ur ást­fang­inn af ít­alskri mat­ar­gerð. Ég fer í hringi,“ seg­ir Ragn­ar og seg­ist ekki þræða Michel­in-staði þegar hann ferðast er­lend­is.

Ragn­ar grúsk­ar mikið á net­inu og les um mat, nú eða flett­ir í mat­reiðslu­bók­um sem hann á nóg af.

Fyllt kalkúnabringa er tilvalin yfir hátíðirnar en Ragnar gefur einmitt …
Fyllt kalk­úna­bringa er til­val­in yfir hátíðirn­ar en Ragn­ar gef­ur ein­mitt les­end­um upp­skrift­ina í Sunnu­dags­blaðinu.

„Ég er með söfn­un­ar­áráttu þegar kem­ur að mat­reiðslu­bók­um, en ég á um 650 bæk­ur. Ég les og blaða í þeim mér til afþrey­ing­ar.“

Spreng­ir bragðlauk­ana

Hvaða jóla­mat­ar­hefðir ertu al­inn upp við?

„Ég er al­inn upp í mik­illi íhalds­semi þegar kem­ur að jóla­haldi. Við höf­um haldið í hefðir og verið með svína­ham­borg­ar­hrygg á aðfanga­dag og kalk­ún á jóla­dag. Svo þegar ég gifti mig bætt­ust rjúp­ur í hóp­inn og yf­ir­leitt er þetta allt eldað á þrem­ur jóla­dög­un­um. Í ár verður aðeins breytt út af venju og kalk­únn­inn flutt­ur á aðfanga­dag og á jóla­dag verðum við með for­rétta­veislu. Við eig­um öll okk­ar upp­á­halds­for­rétti og út­bú­um þá alla og svo eft­ir­rétt. Lengst af hef ég verið með heima­gerðan ís í eft­ir­mat sem mamma kenndi mér að gera. Svo hef ég farið meira í ris a la mande sem ég hef reynt að hefja upp með alls kon­ar sós­um, eins og tof­fee-sósu. Í þess­ari bók er upp­skrift að súkkulaðibúðingi sem ljós­mynd­ari bók­ar­inn­ar, Karl Peters­son, kenndi mér að gera og ég gerði svo mína út­gáfu af með mar­eng­stopp­um og hind­berja-coul­is. Kannski verð ég á þeim nót­um í ár,“ seg­ir hann og seg­ist venju­lega vera með ein­hverja út­gáfu af beef Well­ingt­on um ára­mót­in, oft með villi­bráð í stað nauta­kjöts.
„Í ár verð ég með hins veg­ar með nauta­lund með rauðvínssósu sem ég gerði fyr­ir þessa bók. Þessi sósa spreng­ir bragðlauk­ana!“ seg­ir Ragn­ar og mæl­ir með að fólk prófi þá upp­skrift.

Hvað á fólk að elda á jól­un­um sem hef­ur ekki mik­inn tíma eða er of þreytt fyr­ir flókna mat­ar­gerð?

„Ham­borg­ar­hrygg­ur klikk­ar ekki. Það þarf ein­beitt­an brota­vilja til að klúðra hon­um.“

Ítar­legt viðtal við Ragn­ar Frey er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 



Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert