Sveppasósan hennar Sollu Eiríks

Solla Eiríks.
Solla Eiríks.

Þessi sósa er merkilega einföld, ótrúlega bragðgóð og við getum mælt heilshugar með henni enda vita flestir að allt sem Solla snertir verður að bragðlaukagulli – ef það er þá orð. Uppskriftina var að finna í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaups og uppskriftirnar þar voru flestar frá Sollu sem sýndi alla sína bestu takta og bjó til hverja veislumáltíðina á fætur annarri.

Hátíðarmatarblað mbl og Hagkaup er hægt að nálgat HÉR.

Sveppasósan hennar Sollu Eiríks

  • 200 g sveppir, skornir í sneiðar
  • 2 dl hafrarjómi
  • 2 tsk. karrímauk
  • 1 msk. grænmetiskraftur
  • 1-2 msk. vatn

Aðferð:

  1. Allt sett í pott og soðið í 5-8 mín.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka