Oreo rauðvín væntanlegt í verslanir

Oreo og Barefoot hafa tekið höndum saman og kynna nýtt …
Oreo og Barefoot hafa tekið höndum saman og kynna nýtt rauðvín. Mbl.is/Oreo Thins

Hver elsk­ar ekki súkkulaði og vín? Og þegar tveir stór­fram­leiðend­ur mæt­ast og fram­leiða vöru sem eng­inn get­ur staðist – þá gleðjumst við.

Súkkulaðikexið Oreo og vín­fram­leiðand­inn Bar­efoot Wine, kynntu á dög­un­um nýja afurð sem við rýn­um nán­ar í – enda sjald­séð að sjá súkkulaðikex eiga hlut­deild í rauðvíni. Hér er þó ekk­ert súkkulaðibragð á ferðinni, en það má þó finna glögg­lega keim úr kex­inu góða – súkkulaði, kex, krem, smá­veig­is af eik ásamt bróm­berj­um og dökk­um kirsu­berj­um. Blanda sem við hér á mat­ar­vefn­um mynd­um leggja það á okk­ur að smakka ef það stæði til boða.

Mbl.is/​Oreo Thins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert