Fyrsta TikTok-veitingahúsið opnað

TikTok opnar veitingahús.
TikTok opnar veitingahús. mbl.is/TikTok

Það er deginum ljósara að á TikTok eru margir meistarakokkar – sem hafa fært okkur bragðgóðar uppskriftir sem aldrei fyrr. Og nú verður fyrsti TikTok-veitingastaðurinn opnaður og það víðsvegar um Bandaríkin.

Vinsæla myndbandsforritið TikTok tilkynnti á dögunum samstarf við Virtual Dining Concepts um að opna 300 „take-away“-staði á komandi ári. Áætlað er að staðirnir verði um þúsund talsins undir lok ársins 2022. Matseðillinn mun samanstanda af vinsælustu réttunum sem birtir hafa verið á TikTok, þar á meðal vinsæla feta-pastaréttinum sem matarvefurinn lét alls ekki fram hjá sér fara.

Einhverjir réttir munu halda ótrauðir velli en aðrir taka breytingum – enda um stóran og vinsælan miðil að ræða sem færir okkur stöðugt nýjar fréttir, fróðleik og margar frábærar uppskriftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka