Fyrsta TikTok-veitingahúsið opnað

TikTok opnar veitingahús.
TikTok opnar veitingahús. mbl.is/TikTok

Það er deg­in­um ljós­ara að á TikT­ok eru marg­ir meist­ara­kokk­ar – sem hafa fært okk­ur bragðgóðar upp­skrift­ir sem aldrei fyrr. Og nú verður fyrsti TikT­ok-veit­ingastaður­inn opnaður og það víðsveg­ar um Banda­rík­in.

Vin­sæla mynd­bands­for­ritið TikT­ok til­kynnti á dög­un­um sam­starf við Virtual Din­ing Concepts um að opna 300 „take-away“-staði á kom­andi ári. Áætlað er að staðirn­ir verði um þúsund tals­ins und­ir lok árs­ins 2022. Mat­seðill­inn mun sam­an­standa af vin­sæl­ustu rétt­un­um sem birt­ir hafa verið á TikT­ok, þar á meðal vin­sæla feta-pasta­rétt­in­um sem mat­ar­vef­ur­inn lét alls ekki fram hjá sér fara.

Ein­hverj­ir rétt­ir munu halda ótrauðir velli en aðrir taka breyt­ing­um – enda um stór­an og vin­sæl­an miðil að ræða sem fær­ir okk­ur stöðugt nýj­ar frétt­ir, fróðleik og marg­ar frá­bær­ar upp­skrift­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert