Leyndarmálið á bak við hinn fullkomna kalkún

Það má útfæra kalkún á marga vegu - og hér …
Það má útfæra kalkún á marga vegu - og hér er aðferð sem þú vilt ekki missa af. mbl.is/Food & Wine

Kalkúnn ratar oft á veisluborð landans yfir árið – þá ekki bara á jólunum. Það sem við óttumst alltaf er að hann verði of þurr en það eru óþarfa áhyggjur miðað við þetta snjalla ráð.

Ef kalkúnn er ekki eldaður rétt á kjötið til að verða of þurrt og það viljum við alls ekki. Okkur til mikillar blessunar eru til sérlærðir kokkar í þessum heimi sem hjálpa okkur í stöðu sem þessari. Einn af sérfræðingunum hjá Food & Wine bendir lesendum réttilega á að það eina sem þurfi að gera til að halda fuglinum í sínu besta formi sé að maka hann í bak og fyrir með majónesi. Og í raun þarftu ekki að krydda hann neitt frekar ef þú vilt. Það má einnig nota bragðsterkara majónes til að fá aukabragð, en hér er uppskrift sem kokkurinn mælir með.

  • 1 msk saxað ferskt timían
  • 128 g majónes
  • raspaður börkur af einni sítrónu
  • þrjú hvítlauksrif
  • chipotle-chili
  1. Blandið öllu saman í skál.
  2. Losið um skinnið á kalkúninum og dreifið blöndunni inn undir skinnið. Smyrjið líka fuglinn að utanverðu með majónesi og eldið samkvæmt leiðbeiningum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert