Kalkúnn ratar oft á veisluborð landans yfir árið – þá ekki bara á jólunum. Það sem við óttumst alltaf er að hann verði of þurr en það eru óþarfa áhyggjur miðað við þetta snjalla ráð.
Ef kalkúnn er ekki eldaður rétt á kjötið til að verða of þurrt og það viljum við alls ekki. Okkur til mikillar blessunar eru til sérlærðir kokkar í þessum heimi sem hjálpa okkur í stöðu sem þessari. Einn af sérfræðingunum hjá Food & Wine bendir lesendum réttilega á að það eina sem þurfi að gera til að halda fuglinum í sínu besta formi sé að maka hann í bak og fyrir með majónesi. Og í raun þarftu ekki að krydda hann neitt frekar ef þú vilt. Það má einnig nota bragðsterkara majónes til að fá aukabragð, en hér er uppskrift sem kokkurinn mælir með.