Hótelherbergið reyndist inni á veitingastað

Kona bókaði hótelgistingu og glugginn snéri beint inn á veitingastað.
Kona bókaði hótelgistingu og glugginn snéri beint inn á veitingastað. Mbl.is/Kyle Lee_Eyeem_Getty Images

Þegar þú býst við glæstu út­sýni en glugg­inn á hót­el­her­berg­inu þínu snýr beint inn á jap­ansk­an veit­ingastað – þá er ekki ólík­legt að þér dauðbregði við fyrstu sýn. En þetta at­vik átti sér stað í stór­borg­inni New York.

Kona nokk­ur bókaði hót­el­her­bergi í gegn­um Airbnb og bjóst við stór­brotnu út­sýni yfir stór­hýs­in í Man­hatt­an – rétt eins og heimasíðan á hót­el­inu gaf til kynna. Á mynd­skeiði sem hún deildi á TikT­ok sýn­ir hún aft­ur á móti er hún dreg­ur frá glugga­tjöld­in – og hinum meg­in við glerið sit­ur fólk í ró­leg­heit­um á veit­ingastað að njóta. Hún ákvað að fara sjálf yfir á veit­ingastaðinn til að panta drykki sem hún handlangaði svo inn um glugg­ann til her­berg­is­fé­laga síns. Eft­ir að hafa lokið við drykk­ina var auðvelt að leggja glös­in frá sér aft­ur á borðið hinum meg­in við glerið. Sam­kvæmt New York Post hafði Airbnb sam­band við kon­una og gaf henni inn­eign fyr­ir næstu gist­ingu, þar sem her­bergið upp­fyllti ekki þær kröf­ur sem hún borgaði fyr­ir. Engu að síður frá­bær og eft­ir­minni­leg upp­lif­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert