Þegar þú býst við glæstu útsýni en glugginn á hótelherberginu þínu snýr beint inn á japanskan veitingastað – þá er ekki ólíklegt að þér dauðbregði við fyrstu sýn. En þetta atvik átti sér stað í stórborginni New York.
Kona nokkur bókaði hótelherbergi í gegnum Airbnb og bjóst við stórbrotnu útsýni yfir stórhýsin í Manhattan – rétt eins og heimasíðan á hótelinu gaf til kynna. Á myndskeiði sem hún deildi á TikTok sýnir hún aftur á móti er hún dregur frá gluggatjöldin – og hinum megin við glerið situr fólk í rólegheitum á veitingastað að njóta. Hún ákvað að fara sjálf yfir á veitingastaðinn til að panta drykki sem hún handlangaði svo inn um gluggann til herbergisfélaga síns. Eftir að hafa lokið við drykkina var auðvelt að leggja glösin frá sér aftur á borðið hinum megin við glerið. Samkvæmt New York Post hafði Airbnb samband við konuna og gaf henni inneign fyrir næstu gistingu, þar sem herbergið uppfyllti ekki þær kröfur sem hún borgaði fyrir. Engu að síður frábær og eftirminnileg upplifun.
@desireerosebaker I need a first date at our table to be a part of ASAP
♬ original sound - Desiree Baker