Baksturstrix sem þú þarft að kunna

Við elskum góð bakstursráð.
Við elskum góð bakstursráð. mbl.is/

Klístraðir fingur eftir hálfblautt deig geta verið hvimleiðir að eiga við í bakstri. En hér er ráð við því að losna við klístrað deigið af fingrunum.

Þegar við skellum okkur á bak við svuntuna og ætlum að baka eitthvað gott fylgir því oft að þurfa að hnoða deigið. Þá er deigið klístrað og festist meira á fingrunum en við ráðum við. Til að losna við klístraða fingur er best að setja hráefni eins og egg, hveiti og sykur saman í poka og hnoða deigið í gegnum pokann. Þannig losnarðu við allt klístur og kám – og baksturinn verður leikur einn.

Setjið hráefnin í poka og hnoðið deigið þannig til að …
Setjið hráefnin í poka og hnoðið deigið þannig til að losna við klístur. mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka