Svona auðveldar þú þrifin eftir veisluhöld

Þessi kona elskar að þrífa ef marka má myndina.
Þessi kona elskar að þrífa ef marka má myndina. mbl.is/

Það eru miklar líkur á því að glimmer liggi á gólfum eftir jólamánuðinn mikla sem er á förum. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga er við tökum til eftir veisluhöld, sama af hvaða toga þau eru.

  • Byrjið á því að tína saman allt rusl sem liggur um húsið og notið ruslapoka við verkið. Notið annan poka til að safna dósum og flöskum og setjið pokana til hliðar. Og sjáðu bara; nú þegar ertu kominn vel á veg með þrifin!
  • Sjáið til þess að eldhúsbekkirnir séu auðir áður en þið hefjist handa og þurrkið af borðum. Hreinsið allar matarleifar af diskum og hellið úr glösum.
  • Safnið saman öllum glösum og berið fram í eldhús og því næst öllum diskum og svo koll af kolli. Það auðveldar vinnuna við að raða í uppþvottavélina.
  • Leggið hnífapörin í sápuvatn á meðan þið vinnið ykkur í gegnum önnur verk. Það mun auðvelda vinnuna við að ná föstum matarafgöngum af hnífum og göfflum sem hafa legið alla nóttina ósnert á borðum eftir veisluhöld.
  • Setjið húsgögn á sinn stað. Það er ekki ólíklegt að stólar og jafnvel borð hafi verið færð úr stað til að koma öllum gestum (nú eða dansgólfinu) fyrir.
  • Ryksugið og skúrið eitt og eitt rými í einu og þakkið ykkur fyrir vel unnin störf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka