Fullkominn kjúklingaréttur Læknisins

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Lækn­ir­inn í eld­hús­inu - okk­ar ástkæri Ragn­ar Freyr Ingvars­son - deil­ir hér und­ur­sam­legri kjúk­linga­upp­skrift sem þið eig­in­lega verðið að prófa.

„Þessi kjúk­linga­rétt­ur var reynd­ist ein­fald­ur og af­skap­lega góður. Hér er notaður rjóma­ost­ur sem er bragðbætt­ur með grillaðri papríku og chili.

Rétt­ur­inn kallaði á meira af lit­rík­um paprík­um og chili og svo fannst mér passa mjög vel að hafa saffran­hrís­grjón með - en það þarf ekki nema smá­ræði til fá bæði bragð og lit.

Kraft­mik­ill kjúk­ling­ur með rjóma­osti, bragðbætt­um með paprík­um og chili - með meira af paprík­um og chili borið fram með saffr­an hrís­grjón­um,“ seg­ir Ragn­ar sjálf­ur um rétt­inn

Fullkominn kjúklingaréttur Læknisins

Vista Prenta

Kjúk­ling­ur með rjóma­osti, papriku og chili

Fyr­ir fjóra

  • 1 kg úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 200 g Rjóma­ost­ur með grillaðri papriku og chili
  • 2 msk. jóm­frúarol­ía
  • 1 msk. ras el hanout frá Krydd­hús­inu
  • 1 msk. sætt paprikukrydd
  • 1 tsk. marókósk harissa
  • 1 stk. rauð papríka
  • 1 stk. gul papríka
  • 1 stk. app­el­sínu­gul papríka
  • 2 stk. hvít­lauksrif
  • 1 stk. rauður chili
  • 2 msk. hvít­lauk­sol­ía
  • 150 ml hvít­vín
  • salt og pip­ar
  • 1 msk. stein­selja og basil
Saffr­an hrís­grjón:
  • 1 bolli hrís­grjón
  • 2 msk. jóm­frúarol­ía
  • 1⁄4 g saffr­an
  • salt og pip­ar

Meðlæti:

  • græn sal­at­blöð
  • pik­kol­ó­tóm­at­ar
  • Dala sal­atost­ur

Aðferð

  1. Setjið kjúk­ling­inn í skál og bætið jóm­frúarol­í­unni og krydd­inu sam­an við, saltið og piprið og leyfið að mar­in­er­ast í um klukku­stund.
  2. Skerið paprík­urn­ar í strimla og steikið í hvít­lauk­sol­íu. Saltið og piprið og bætið svo smátt skorn­um hvít­lauk og chili sam­an við.
  3. Þegar græn­metið er orðið mjúkt hellið þið hvít­vín­inu sam­an við og sjóðið nær al­veg niður.
  4. Leggið paprík­urn­ar í botn­inn á eld­föstu móti og svo rjóma­ost, um hálfa dós. Leggið svo kjúk­ling­inn ofan á paprík­urn­ar og svo af­gang­inn af rjóma­ost­in­um ofan á.
  5. Bakið í ofni í 45 mín­út­ur þangað til að rjóma­ost­ur­inn er bráðinn.
  6. Skreytið svo kjúk­ling­inn með smátt skorn­um kryd­d­jurt­um, basil og stein­selju.

Aðferð

  1. Saffr­an hrís­grjón
  2. Sjóðið hrís­grjón.
  3. Þegar þau eru næst­um því til­bú­in bætið þið við jóm­frúarol­íu og saffrani.
  4. Látið svitna sam­an í nokkr­ar mín­út­ur.
Ljós­mynd/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert