Stórlækka verðið á jólabjór

Hilmar Geirsson vörumerkjastjóri hjá Víking brugghúsi.
Hilmar Geirsson vörumerkjastjóri hjá Víking brugghúsi.

„Jóla­bjór­inn sem við erum með í sölu í Vín­búðunum er enn í mjög góðu ástandi og við vilj­um ekki að hann fari til spill­is. Því lækk­um við verðið og von­um að neyt­end­ur sjái sér hag í því að drekka jóla­bjór aðeins fram á nýja árið og taka um leið þátt í að minnka það magn af bjór sem þarf að farga,“ seg­ir Hilm­ar Geirs­son, vörumerkja­stjóri hjá Vík­ing brugg­húsi.

Rétt eins og fyrri ár hef­ur Vík­ing ákveðið að lækka verðið á jóla­bjór í Vín­búðunum á síðustu dög­um sölu  hans þar. Jóla­bjór­inn verður í sölu fram í næstu viku hið minnsta en verður þá end­ur­send­ur til birgja og hon­um fargað. 

Þetta er sjötta ári í röð sem Vík­ing lækk­ar verðið á jóla­bjór í janú­ar. Í til­kynn­ingu á Face­book-síðu Vík­ing brugg­hús kem­ur fram að þessi lækk­un hafi mælst vel fyr­ir hjá neyt­end­um. „Mat­ar­sóun og um­hverfis­vit­und hef­ur sjald­an verið jafn mikið í umræðunni og fólk al­mennt sam­mála um að draga þurfi úr sóun. Skál fyr­ir um­hverf­inu,“ seg­ir á síðu Vík­ing.  

Þar kem­ur jafn­framt fram að Vík­ing jóla­bjór 500 ml dós kosti nú 329 krón­ur og 330 ml dós kosti nú 269 krón­ur. Hvít jól kost­ar nú 309 krón­ur og Vík­ing lite jóla í lít­illi dós kost­ar 245 krón­ur svo dæmi séu tek­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka