Svona er best að geyma símann er þú bakar

Síminn í poka er algjör snilld!
Síminn í poka er algjör snilld! mbl.is/TikTok

Kann­astu við að hveiti, syk­ur og annað á það til að slett­ast út á borð við bakst­ur – jafn­vel á veggi ef því er að skipta. Hér er ráð fyr­ir nú­tíma­bak­ar­ann með sím­ann við hönd í bakstr­in­um.

Marg­ir not­ast ein­göngu við sím­ann eða jafn­vel Ipad þegar þeir fletta upp upp­skrift­um og leggja af stað í ferðalag á bak við hræri­vél­ina - nú eða bara við al­menna mat­ar­gerð. Og ef þú ert í þeim hópi, þá hef­ur þú ef­laust lent í því að sím­inn verði útataður í hveiti eða öðrum mat­væl­um – sama hversu vel við reyn­um að vera snyrti­leg. Og til þess að kom­ast hjá þessu öllu sam­an er frá­bært ráð að setja sím­ann í lít­inn glær­an poka, það auðveld­ar öll þrif og það er okk­ur svo sann­ar­lega að skapi. 

Síminn getur orðið mjög subbulegur er við notum hann í …
Sím­inn get­ur orðið mjög subbu­leg­ur er við not­um hann í upp­skrift­ar­leit og við bakst­ur. mbl.is/​TikT­ok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert