Fiskrétturinn sem einfaldar lífið

Fiskrétturinn sem einfaldar lífið.
Fiskrétturinn sem einfaldar lífið. Mbl.is/Helga Magga

Við elsk­um ein­falda en bragðgóða rétti sem hitta alltaf í mark – og hér er einn af þeim. Fisk­rétt­ur í kó­kos­mjólk og karríi og nóg af græn­meti. Þessi snilld­ar­upp­skrift kem­ur frá Helgu Möggu nær­ing­ar­ráðgjafa.

Fiskrétturinn sem einfaldar lífið

Vista Prenta

Ein­fald­asti fisk­rétt­ur­inn

  • Þorsk­ur, 650 g
  • sæt kart­afla, 450 g
  • kart­öfl­ur, 400 g
  • spergilkál, 250 g
  • hvít­lauk­ur eft­ir smekk
  • 1 dós létt kó­kos­mjólk, 400 ml
  • 100 g rif­inn ost­ur
  • 1 tsk. karrí
  • 1 msk. græn­metiskraft­ur
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera græn­metið niður í bita og setja í eld­fast mót. Kryddið með salti, pip­ar, karríi og græn­metiskrafti.
  2. Kó­kos­mjólk­inni er svo hellt yfir og þetta hitað við 200 gráður í 15-20 mín­út­ur.
  3. Á meðan er fisk­ur­inn skolaður og skor­inn í hæfi­lega bita. Þegar græn­metið hef­ur eld­ast í 15-20 mín­út­ur er fisk­in­um raðað ofan á græn­metið, fisk­ur­inn kryddaður með salti og pip­ar eft­ir smekk og ost­ur­inn sett­ur ofan á.
  4. Rétt­ur­inn er svo eldaður áfram við 200 gráður í 20 mín­út­ur.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert