Nýjasta æðið á TikTok er snargalið

Smjörkerti eru nýjasta æðið á TikTok.
Smjörkerti eru nýjasta æðið á TikTok. mbl.is/@sooziethefoodie/TikTok

Það er óhætt að full­yrða að TikT­ok sé stöðugt að finna upp á nýj­um aðferðum til að skemmta áhorf­end­um. En nýj­asta æðið eru kerti búin til úr smjöri.

Splúnku­nýtt frá TikT­ok stöðinni eru smjör­kerti sem bráðna full­kom­lega og verða meðfæri­legri til að dýfa brauðinu í eða öðru því sem okk­ur dett­ur í hug. Það var TikT­ok-ar­inn @sooziet­hefoodie sem birti upp­haf­legu hug­mynd­ina, en mynd­bandið hef­ur fengið meira en 2,1 millj­ón­ir í áhorf.

Tækn­in fel­ur í sér að fletja út smjör­rúllu í fer­hyrn­ing og bæta við æti­leg­um kveik í miðjuna, áður en smjör­inu er rúllað upp í kerta­form. Þegar kveikt er á „kert­inu“, mun smjörið bráðna og verður full­kom­lega mjúkt til að nota sem dýfu. Hér má leika sér með ýms­ar teg­und­ir af smjöri, t.d. hvít­lauks eða trufflu­smjör – svo mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert