Þetta er besta leiðin til að taka sér lúr

Þessari konu leiðist ekki að taka sér blund á daginn.
Þessari konu leiðist ekki að taka sér blund á daginn. mbl.is/

Það eru marg­ir sem elska að taka sér stutt­an blund yfir dag­inn á meðan aðrir eru alls ekki sam­mála. Hvort sem er, þá er þetta besta leiðin til að taka sér stutta hvílu.

Aðstoðarfor­stjóri The Sleep Cha­rity, seg­ir okk­ur að það sé full­kom­lega eðli­legt að sofa endr­um og eins yfir dag­inn. En jafn­framt eru til leiðir sem tryggja að þú vakn­ir end­ur­nærður, frek­ar en þreytt­ari eins og oft á til með að ger­ast.

20 mín­út­ur
Það er freist­andi að sofa leng­ur, en tak­markaðu blund­inn við 20 mín­út­ur – því ann­ars gæti það truflað næt­ur­svefn­inn þinn. Sér­fræðing­ar benda einnig á að það eigi ekki að sofa eft­ir klukk­an þrjú á dag­inn, því það gæti raskað svefn­in­um næstu nótt.

Hvíldu þig í rúm­inu – ekki sóf­an­um
Það er auðvelt að kasta sér í sóf­ann og sofna þar en það get­ur leitt til tölu­verðra óþæg­inda þegar þú vakn­ar aft­ur í hnipri. Hoppaðu frek­ar upp í rúm í af­slapp­andi um­hverfi eins og þú ger­ir á kvöld­in. Hér bend­ir svefn­ráðgjaf­inn okk­ur einnig á að hafa í kring­um 16-18 gráðu hita í her­berg­inu og ekki sé verra að nota lavend­ar til að hjálpa til við slök­un.

Svefn­rútín­an
Ef þú ætl­ar þér að taka þér lúr yfir dag­inn, þá er best að fara í gegn­um venju­legu kvöld svefn­rútín­una. Það get­ur hjálpað þér að slaka á. Til dæm­is með að hlusta á ró­andi tónlist eða hljóðbók – bara um­fram allt, ekki enda með að fletta í gegn­um sam­fé­lags­miðlana í sím­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert