Ætlar að skíra splunkunýjan búðing í höfuðið á sér

Elísabet Englandsdrottning fagnar 70 ára starfsafmæli á þessu ári.
Elísabet Englandsdrottning fagnar 70 ára starfsafmæli á þessu ári. mbl.is/OLI SCARFF/WPA POOL/GETTY

Buckingham höll hefur efnt til samkeppni um nýjan búðing sem verður nefndur eftir Elísabetu Englandsdrottningu. En tilefnið er 70 ára afmæli í hásætinu sem drottning.

Elísabet hefur þjónustað bresku þjóðinni í hvorki meira né minna en 70 ár og að því tilefni fær hún búðing nefndan eftir sér. Fimm keppendur í úrslitum munu á endanum þurfa að sýna sköpun sína fyrir dómnefnd, en hana skipar einn af fyrrum dómara MasterChef ásamt yfirkokki hallarinnar. Og eftir að búið er að velja vinningshafann, verður uppskriftin aðgengileg fyrir almenning.

Frá og með næsta mánuði mun drottningin fagna áfanga sínum með hátíðarhöldum víðsvegar um Bretland og munu viðburðirnir standa yfir næstu mánuði – en ljúka helgina 2. til 5. júní.

Drottningin ung og glæsileg á hestbaki.
Drottningin ung og glæsileg á hestbaki. mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka