Leyndardómar lauksins afhjúpaðir

Flestallir hafa farið að skæla er þeir skera lauk í …
Flestallir hafa farið að skæla er þeir skera lauk í sneiðar. mbl.is/Getty

Það er ekki hjá því kom­ist að fella nokk­ur tár er við sker­um lauk í sneiðar. En hver er ástæðan?

Lauk­ur inni­held­ur brenni­steins­efna­sam­bönd, eða nátt­úru­legt lykt­andi efni sem einnig má finna í hvít­lauk. Og þegar við sker­um lauk­inn í sneiðar los­ar lauk­ur­inn sig við eitt af þess­um efna­sam­bönd­um sem gas – kall­ast própýls­úlfoxið, og er ert­andi. Efnið í laukn­um virk­ar sem varn­ar­kerfi í nátt­úr­unni, til að bægja dýr­um frá því að éta lauk­inn. En þegar við söx­um lauk, þá bregst vatnið í aug­un­um okk­ar við „gasinu“ og við byrj­um að fella tár til að skola efn­inu út.

Lauk­ar sem inni­halda mestu brenni­steins­sam­bönd­in eru gul­ir, rauðir og hvít­ir – og því lík­legri til að fá þig til að gráta. En fólk er mis­jafnt og því ekki all­ir sem bregðast eins við er þeir saxa lauk­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert