Hér er á ferðinni eitt besta húsráð allra tíma er snýr að ólífuolíu og sullinu í kringum olíuna er við hellum úr flöskunni.
Það gerist nánast undantekningarlaust að dropar af olíunni leka niður flöskuhálsinn eftir að hellt hefur verið úr flöskunni – og áður en við vitum af er allt orðið fitugt og kámugt. Til að sporna við þessu má einfaldlega taka bómullarskífu eða gamlan tuskubút og klippa lítinn kross fyrir miðju. Smellið síðan yfir flöskustútinn og hellið eins og venjan er. Bómullin eða klúturinn dregur þá í sig olíuna sem dropar af við notkun og vandamálið heyrir sögunni til.