Nýtt og glæsilegt matarstell frá Broste Cph.

Nýtt matarstell frá Broste Copenhagen.
Nýtt matarstell frá Broste Copenhagen. Mbl.is/ Broste Copenhagen

Það er mini­malískt og kall­ast Nordic Bistro – en hér vitn­um við í splúnku­nýtt mat­ar­stell sem fær­ir veit­inga­húsa­stemn­ingu heim í eld­hús.

Côte de Boeuf, Croque Monsie­ur og Tarte Tatin eru vel þekkt­ir fransk­ir bistrórétt­ir sem ein­kenn­ast af því að vera auðveld­ir og til­gerðalaus­ir rétt­ir en stút­full­ir af spenn­andi bragðefn­um. Og það var þessi hugs­un sem átti sér stað er nýr borðbúnaður var hannaður og kynnt­ur til leiks af Broste Copen­hagen. Mat­ar­stellið var hannað í sam­vinnu við franska iðnhönnuðinn Aurel­ién Barbry og þrátt fyr­ir fransk­ar ræt­ur, þá er vöru­lín­an inn­blás­in af líf­legu mat­ar­lífi Kaup­manna­hafn­ar – þar sem fjöl­hæfni er í fyr­ir­rúmi. Hér er það virkn­in og fag­ur­fræðin sem hald­ast í hend­ur þar sem nátt­úru­leg­ur leir­inn fær að njóta sín utan á borðbúnaðinum og gljá­inn skreyt­ir það að inn­an. Hægt er að skoða mat­ar­stellið nán­ar HÉR.

Mbl.is/ Broste Copen­hagen
Mbl.is/ Broste Copen­hagen
Mbl.is/ Broste Copen­hagen
Mbl.is/ Broste Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert