Bananabrauð með leynihráefni

Bananabrauð eru þau allra bestu að okkar mati.
Bananabrauð eru þau allra bestu að okkar mati. mbl.is/Pinterest

Við elsk­um ban­ana­brauð – þá sér­stak­lega ný­bökuð. Hér er upp­skrift að æðis­legu ban­ana­brauði með leyni­hrá­efni sem á eft­ir að koma á óvart.

Bananabrauð með leynihráefni

Vista Prenta

Ban­ana­brauð með leyni­hrá­efni

  • 3 þroskaðir ban­an­ar
  • 120 g ljóst tahin
  • 1 dl ólífu­olía
  • 2 egg
  • 100 g syk­ur
  • 250 g hveiti
  • 1 tsk lyfti­duft
  • 1 tsk kar­demomme
  • ½ tsk sjáv­ar­salt
  • 30 g val­hnetukjarn­ar
  • 1 L brauðform

Aðferð:

  1. Maukið ban­ana í skál.
  2. Pískið tahin, ólífu­olíu, egg og syk­ur sam­an þar til ljóst og létt. Bætið maukuðu bön­un­um sam­an við og pískið aft­ur.
  3. Bætið hveiti, lyfti­dufti, kar­demomme og salti í deigið.
  4. Hellið deig­inu í smurt brauðform og stráið gróf­söxuðum val­hnet­um yfir.
  5. Bakið við 200° á blæstri í 45 mín­út­ur, eða þar til bakað í gegn.
  6. Látið kólna.
  7. Toppið brauðið með tahin, hun­angi, söxuðu súkkulaði og eða fersk­um hind­berj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert