Drykkir sem blása á kvefið og auka orkuna

Flensan herjar á marga í janúar og þá er mikilvægt …
Flensan herjar á marga í janúar og þá er mikilvægt að næra líkamann vel á meðan. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru ekki allir landsmenn með veiruna í sér, því einhverjir eru í slag við gamla góða kvefið sem virðist sitja lengur í líkamanum en blessaða veiran ef því er að skipta. Hér eru drykkir sem styrkja ónæmiskerfið og fylla kroppinn af góðum vítamínum.

Detox – engifer og mynta

  • 3-4 sneiðar af skrældu engifer
  • 3 dl vatn
  • 1 góð msk af hunangi eða reyrsykri
  • Lime sneiðar
  • Mynta

Aðferð:

  1. Setjið engifer í pott með vatni og látið malla í 5-6 mínútur.
  2. Setjið sykurinn, lime sneiðar og myntu í glas og hellið sjóðandi engiferinu yfir. Látið malla í nokkrar mínútur áður en teið er drukkið.

Verndaðu ónæmiskerfið – grænt te og goji ber

  • 1 bréf af grænu tei
  • Þykkni duft
  • 2-2,5 dl sjóðandi vatn
  • 1 tsk hunang
  • Mynta
  • 1 msk goji ber

Aðferð:

  1. Setjið teið í glas og hellið heita vatninu yfir. Hrærið hunangi, myntu og gojiberum út í.
  2. Drekkið strax.

Til gamans: Goji ber eru rík af andoxunarefnum sem styrkja ónæmiskerfið og gefa manni fullt af orku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka