Vöfflujárn fyrir ástfangna

Krúttlegt og æðislegt vöfflujárn með skilaboð.
Krúttlegt og æðislegt vöfflujárn með skilaboð. mbl.is/Dash

Valentínus­ar­dag­ur­inn nálg­ast óðfluga og hér er vöfflu­járnið sem all­ir kær­leiks­bangs­ar verða að eign­ast.

Dag­ur ástar­inn­ar, Valentínus­ar­dag­ur­inn, fell­ur á mánu­degi þetta árið og því ekki til betri leið að byrja vik­una en með vöffl­um – hvort sem þú held­ur upp á dag­inn einn eða með þeim sem þú elsk­ar. Litlu vöfflu­járn­in frá Dash hafa vakið mikla lukku og fást í ótal út­færsl­um. Þetta til­tekna járn er þó til­valið fyr­ir kom­andi hátíðardag, þann 14. fe­brú­ar nk., þar sem bók­staf­irn­ir „XOXO“ mynda munstrið í vöffl­unni – en XOXO er oft­ar en ekki skrifað und­ir skila­boð þegar viðkom­andi gef­ur kossa og kær­leika í skyn. Vöfflu­járnið kost­ar litl­ar 1.700 krón­ur og fæst m.a. HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert