Bestu ráðin fyrir vel heppnaðar bollur

Bolludagurinn nálgast óðfluga.
Bolludagurinn nálgast óðfluga. Mbl.is/Pinterest_thefoodclub.dk

Bolludagurinn nálgast óðfluga og það er ekki seinna vænna en að fara draga upp uppskriftir úr skúffunum og prófa sig áfram. Hér eru bestu ráðini fyrir velheppnaðar gerdeigsbollur með fyllingu.

Númer eitt:
Passið að hnoða ekki deigið of lengi, leyfið því frekar að vera pínu klístrað. Eins er gott að láta deigið hvíla í ísskáp í hálftíma, svo það verði auðveldara að móta það þegar þú rúllar því út.

Númer tvö:
Þegar þú fletur deigið út, er gott að hafa nóg af hveiti á borðinu til að það festist ekki við borðplötuna. Ef það festist við borðið, má búast við því að göt myndist þar sem fyllingin lekur út.

Númer þrjú:
Eftir að hafa rúllað og skorið út, er mikilvægt að fylla aldrei bollurnar of mikið. Góð teskeið eða lítil matskeið af fyllingu, ætti að vera nóg fyrir hverja og eina bollu.

Númer fjögur:
Passið að loka öllum hliðum deigsins – þrýstið brúnunum vel saman og setjið bollurnar á bökunarplötu. Bakið – kælið – skreytið að vild og njótið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka