Vikumatseðillinn í boði Helgu Möggu

Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni …
Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni sinni helgamagga.is. mbl.is/Mynd aðsend

Helga Magga er nær­ing­arþjálf­ari og lög­reglumaður sem held­ur úti vefsíðunni helgamagga.is, þar sem hún deil­ir nær­ing­ar­rík­um og macros væn­um upp­skrift­um. Góð nær­ing skipt­ir ein­fald­lega öllu máli fyr­ir góða líðan.

„Ég vil fyrst og fremst vera góð fyr­ir­mynd fyr­ir börn­in mín og hvetj­andi fyr­ir fólkið í kring­um mig. Ég deili miklu á sam­fé­lags­miðlum bæði af nær­ingu og hreyf­ingu og reyni að sjá það já­kvæða í öll­um aðstæðum. Ég reyni að taka líf­inu ekki of al­var­lega og það er alltaf stutt í húm­or­inn”, seg­ir Helga Magga sem er að upp­færa heimasíðuna sína þessa dag­ana með enn fleiri spenn­andi upp­skrift­um. „Ég var einnig að byrja aft­ur að vinna eft­ir fæðing­ar­or­lof, yngsta barnið mitt er eins árs, svo það er margt í gangi og mikið stuð. Og þá er nú eins gott að næra sig vel fyr­ir öll þau verk­efni sem maður er að fást við”, seg­ir Helga Magga og bæt­ir við; „Ég sé yf­ir­leitt um elda­mennsk­una á heim­il­inu og maður­inn minn hef­ur hem­il á börn­un­um og sinn­ir heima­nám­inu með þeim á meðan. Hann fær þó stund­um að elda svona ekta pabbamat, steikt­an fisk með lauks­mjöri, kjötsúpu og annað slíkt - það er ekki beint mín sér­grein”, seg­ir Helga Magga að lok­um.

Hægt er að fylgj­ast með Helgu á TikT­ok HÉR og In­sta­gram HÉR.

Mánu­dag­ur:
Eins mikið og ég elska að hafa fisk á mánu­dög­um þá fá krakk­arn­ir fisk í skól­an­um á mánu­dög­um svo það er ekki vin­sælt hjá þeim að fá fisk tvisvar á dag og ég skil það vel. Þessi kjúk­linga­rétt­ur frá Önnu Mörtu hljóm­ar dá­sam­lega, pestóið henn­ar er það besta.

Þriðju­dag­ur:
Ég elska þenn­an fisk­rétt, hann er svo ein­fald­ur og það er hægt að not­ast við það græn­meti sem er til í ís­skápn­um hverju sinni og sniðugt að nota græn­meti sem er komið á síðasta séns. Ég sýð yf­ir­leitt banka­bygg með hon­um.

Miðviku­dag­ur:
Þessi rétt­ur hljóm­ar mjög vel og er krakka­vænn, börn elska núðlur.

Fimmtu­dag­ur:
Chilli con car­ne er svo gott og ein­falt. Ég geri oft tvö­falda upp­skrift til að eiga af­ganga dag­inn eft­ir.

Föstu­dag­ur:
Prótein­pizz­an er í miklu upp­á­haldi hjá okk­ur fjöl­skyld­unni og gam­an að baka hana sam­an. Djúsí og góð en samt svo létt í mag­ann. Þetta er vin­sæl­asta upp­skrift­in af vefsíðunni minni.

Laug­ar­dag­ur:
Við elsk­um öll mexí­kósk­an mat svo þessi upp­skrift mun ör­ugg­lega slá í gegn hérna hjá fjöl­skyld­unni minni.

Sunnu­dag­ur:
Þetta er einn af rétt­un­um sem maður­inn minn sér um að elda, svo gott með kart­öflumús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert